Leita í fréttum mbl.is

Þerney

Sælt veri fólkið.
Ég vil bara þakka fyrir góðan dag í gær. Dagurinn í dag var aðeins æsilegri. Fór með hópi starfsmanna út í Þerney að koma restinni af rollum og geitum í "sumarfrí". Þetta byrjaði á því að veðrið var hundleiðinlegt og vont í sjóinn svo að við þurftum að fara út í Álfsnes þar sem við gátum siglt beint yfir í eyjuna. Þegar við komum útá nesið hafði bensínslangan af bátnum gleymst í garðinum svo að við rerum fyrstu ferðina út í eyna á meðan 1 brunaði aftur í bæinn að sækja slönguna. Í Þerney fórum við 4 í land og byrjuðum að smala á meðan 2 fóru aftur til baka með bátinn til þess að bíða eftir slöngunni. Eftir langa göngu fundum við geiturnar í hinum enda eyjunnar og stuttu seinna fundust kindurnar. Ég rölti með geiturnar og við komum þeim í réttina nánast klakklaust. Kindurnar voru ekki eins auðveldar og þurfti að elta þær tvisvar um alla eyna. Á meðan á hinum bakkanum kom hann með vitlausa bensínslöngu og þurfti að fara aðra ferð að sækja réttu slönguna. Á endanum komst báturinn þó yfir og rollurnar í réttina. Þá var borðað nesti í glampalogni og sól og eftir það dröslast með féð í hestakerru og restinni hleypt í "sumarfrí". Þetta var mjög hressandi ferð og góð tilbreyting en ég held að það sé best að halda sig bara við að reka kýr! Á morgun er seinasti dagurinn minn sem húsvörður og mér verður líklega hent í tjörnina í lok dags. Ég ætla að reyna að setja inn eitthvað af gömlum myndum.

Halla


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu ekki búin að fá þinn skerf af sundi í tjörninni í sumar .

Hlakka til að sjá myndir

kveðja Hrönn

Hrönn (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 08:32

2 identicon

Það er nú ábyggilega gaman að vinna á svona stað..eyjasigling...sundsprettur...nesti..sólskin bara svona næstum eins og frí í karabískahafinu....

kv. Bára

Bára (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bakkasystur
Bakkasystur
Systurnar sex og fylgilið....
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband