Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Tölva

Sælar systur og fleiri sem kannksi lesa.

Hér sit ég og blogga í nýju tölvunni minni sem er rosalega flott. Það var löng bið á biðlista eftir að fá hana þessa og ég er mjög ánægð með að henni sé lokið. Ég var ekki bjartsýn á að fá hana á næstunni þannig ég ákvað að reyna að vera framsýn og setja peninginn fyrir henni inn á kostabókina mína sem læsir peninginn í 10 daga svo ég myndi ekki óvart byrja að eyða af honum áður en ég gæti keypt tölvuna. Rúmlega klukkutíma eftir að ég millifærði peninginn inná kortabókina hringdu þau frá Apple. Ég reyndar var í skólanum þá en eftir mjög langa bið í símsvaranum (Þú ert númer..fimm í röðinni. Allir þjónustufulltrúar eru uppteknir (Ohh ég þoli ekki svona!!)) þá náði ég í þá aftur og þeir tilkynntu mér það að tölvan mín væri komin og frátekin fyrir mig í dag og á morgun (í gær og í dag) en svo myndu þeir láta næsta á biðlista fá hana. Ég sem ætlaði að reyna að vera rosalega klár og spara peninginn minn en læsti hann inni í staðinn. Til þess að ég myndi ekki missa af tölvunni þá lánaði góða mamma mín mér peninginn í 10 daga svo tæknilega séð á mamma tölvuna í 10 daga. Tölvan er allaveganna rosalega flott og það fylgdi með fjarstýring þannig að ef ég er að flytja fyrirlestur í skólanum get ég verið rosalega professional og skipt yfir á næstu glæru með fjarstýringu. Það er líka ljós í lyklaborðinu þannig að ef að það er myrkur t.d. ef ég er að hlusta á fyrirlestur þá get ég haft ljós og séð vel á lyklaborðið eða ef ég vill vera í tölvunni uppí rúmi þegar Daníel er sofandi og vill hafa slökkt ljósið. Mjög flott. Eins og sumir heyrðu kannksi um helgina þá missti ég næstum röddina og talaði eins og önd eða Marge Simpson eins og Daníel orðaði það. Þegar ég var í íþróttum í gær þá vorum við byrjaðar í badminton þegar kennarinn las upp.

Íþróttakennari: Halla
Ég hás: já
Íþróttakennari: Halla..?
Ég hás: já ég er hérna.
Íþróttakennari: Halla? Var Halla ekki hérna einhverstaðar áðan?
Ég hás: (Legg niður badmintonspaðan fer í gegnum tvo badmintonvelli og alveg að kennaranum) Já ég er komin Íþróttakennari: Já þarna ertu.

Vegna veikindanna þá gekk mér illa lesturinn fyrir munnlegt próf í íslensku sem er á morgun úr bókinni Brotahöfuð eftir Þórarinn Eldjárn og þurfti ég þessvegna að eyða deginum í að lesa. Og ég kláraði bókina áðan sem ég tel mjög mikið afrek að hafa náð halda mig við það að lesa með nýju tölvuna mína í sama herbergi. Við Daníel ætlum svo að kaupa svona snúru þannig ég get flutt myndirnar mínar og gögnin sem ég er með á hans tölvu beint yfir á mína. Og svo fæ ég photoshop hjá pabba hans danna og office pakkann hjá mömmu. En nú ætla ég að undirbúa mig aðeins betur fyrir prófið.

kv. Halla


Bloggslóðinn bloggar

Jæja held að það sé komin tími til að ég bloggi aðeins !!!!

Allt gott að frétta úr 74, Leifi er bara ánægður í nýju vinnunni og gengur ágætlega í skólanum, Birna Rún er hörkuvinnukona, dugleg að hjálpa ömmu og afa í fjósinu og Viktor alltaf í skólanum og boltanum. 

(Ég held ég viti af hverju ég er óduglegust að blogga, Birnu tókst að príla 7 sinnum upp á borð á meðan ég skrifaði fyrstu línurnar og brjóta eitt glas í leiðinni).

Annars er ég rosalega ánægð í vinnunni og vikurnar fljúga áfram. Er á leiðinni til Köben aftur eftir hálfan mánuð en við erum að fara allt teymið á Norræna ráðstefnu um Lungnaendurhæfingu. Ég fór í húsmæðraorlof í september með MH-saumaklúbbnum til Odense sem var alveg meiriháttar. Þar vann ég hina árlegu keppni um titilinn "Mega-Hryssa ársins" og hlaut að launum þennan líka flotta verðlaunagrip. En í ár var keppt í pokahlaupi.

 Mega-hryssa ársins

Ég held að ég hafi valið mér rétt starfsvið þar sem að ég fæ að vera á hreyfingu meira og minna allan daginn, spurning hvort að Birna verði atvinnu klifrari í framtíðinni.  

Birna Rún í góðum gír

Ætlaði líka að setja inn mynd af Viktori og Guðna og köku sem þeir bökuðu einn eftirmiðdaginn en það gekk ekki, ég set hana inn seinna við tækifæri.

 

Kveðja bakkasystir nr. 3 og bloggslóðinn


Jæja...

Mér finnst orðið svolítið langt síðan það var bloggað hér á þessari síðu þannig að ég ákvað að skella inn stuttu bloggi.

Það er bara allt gott að frétta af mér, skólinn bara á fullu og mér gengur bara mjög vel. Geiri sótti um í FÁ í gær og það eru mjög góðar líkur að hann komist inn þar sem að þetta er þriðja umsóknin hans og auk þess er vinkona mömmu hans nýbyrjuð að vinna þarna og hún ætlaði að fylgjast með umsóknarferlinu Wink. Þannig að vonandi verðum við bæði í skóla eftir áramót!

Annars ætlum við að skella okkur í leikhús á fimmtudaginn, erum að fara sjá Pabbann. Það er víst mjög skemmtilegur einleikur.

En núna fer tíminn að byrja, ég skora á ykkur hinar að fara að blogga!

Kv. Gróa Rán


Grey's Anatomy

Þar sem ég er orðin Grey's Anatomy sjúklingur, þá fór ég á netið og fann próf til að finna út hvaða Grey's Anatoymy persóna maður er.

Ég var Callie :P

Viktoría

http://abc.go.com/primetime/greysanatomy/quiz/greysdiagnosis/index


Myndir

Sælar systur og fleiri sem skoða.

Ég setti inn nokkrar vel valdar myndir úr afmælisboði Gróu og Viktoríu, Grillveislu í Skriðustekknum og nokkrar frá Bakka. Ég get ekki gert svona flott myndablogg í þessari tölvu svo þetta verður bara að duga. Annars er allt ágætt að frétta hjá mér, er að fara í vetrarfrí á fimmtudag, föstudag og um helgina. Ég skemmti mér mjög vel um helgina.

kv. Halla


Þær eiga afmæli í dag - Til hamingju litlu systur

Fyrir 17 árumnýfæddar.

3 ára afmæli Fyrir 14 árum.sætar systurpelasystur

 

 

 

 

 Sætar systur

 

klifuraparsætar systur2

 

 

 

 

 

 

Ég þarf greinilega að taka svo myndir af ykkur saman. Fann enga nýja bara af ykkur.

Njótið þið dagsins -kveðja Hrönn


Til hamingju með daginn -

grb_vb


Höfundur

Bakkasystur
Bakkasystur
Systurnar sex og fylgilið....
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband