Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Sykurpúðar og kroppalínur...

Þar sem óléttubjáninn átti eitthvað erfitt með að setja myndirnar inn þá tók ég málið í mínar hendur! Ég setti inn myndir frá þeim sólríkudögum sem við höfum fengið hér á Bakka.

 Endilega kíkið á þetta: 

http://bakkasystur.blog.is/album/sykurpudar_og_kroppalinur/

 

Kv. Danni! 


Þjóðhátíð =D

Eftir u.þ.b. 10 klst. verð ég um borð í Herjólfi á leiðinni til Vestmannaeyja Grin.

Vildi bara minna ykkur á það Joyful.

Kv. Gróa Rán

PS: Ég keypti mér mjög flotta myndavél í gær, Canon Powershot A470. Þannig að nú ætla ég að vera dugleg og setja inn myndir á þessa síðu Smile.


Ég er Chandler Bing

Við mæðgur höldum okkur enn innan dyra en Hrafnhildur Katrín er nú öll að koma til eftir háan hita í fjóra daga. En þegar kyrrseta innan húss verður leiðinleg þá þarf að finna sér eitthvað "gagnlegt" að gera. Ég tók því próf á netinu og komst að því að ég er Chandler Bing.

Chandler Bing
You're Chandler. You're non-confrontational and try to get along with everybody, even if it means you're always compromising. You have an interest in math and science, which some of your friends totally don't get, but hey, you've got more money than them.

 

12% of people get this result. View All
Want to take it over?
Það má alltaf deila um hvort að það sé gagnlegt að vita þetta en í dag ætla ég að fara yfir bankaviðskipti og segja sjálfri mér nokkra góða brandara  - allt í anda Chandlers.
Kveðja Bára (Sem ætlar að sjá til þess að bloggsíðan lifni við)

Ég sem hélt...

að þetta væri svo góð leið til að finna maka? Verð að endurskoða þetta aðeins - en það góða við þessa frétt er að 11 myndarlegir piparsveinar eru á lausuSideways

 


mbl.is Piparsveinn #12 aftur einn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af okkur í Esjugrund

Sæl

Sumarið hjá Guðna er búið að vera skemmtilegt Ég er búinn að fara í útilegu alskin skemtilegt NinjaPoliceGrin 

Ég er búinn að fara í sund og ég er líka búinn að sofa í tjaldinu hennar Hrannar. Fyrst fórum við í Húsafell og svo fórum við á Akureyri. Tjaldsvæðið þar heitir Hamrar.

Við erum búin að vera með tiltektardag fjölskyldunnar í dag. Við þurftum að taka til í herbergjum og svo horfðum við á Ratatouille sem er mynd um rottu sem heitir Remí. Hrafnhildur Katrín er búin að vera veik í dag og í gærkveldi.

Kveðja Guðni Kristinn. 


24x24 Glerárdalsgöngunni 2008 lokið

Ég fór í eitt mesta þrekvirki sem ég hef á ævi minni farið í en við Leifi skelltum okkur í Glerárdalsgönguna á laugardaginn þar sem markmiðið var að ganga fjöllin kringum Glerárdalinn og fara 24 tinda á 24 tímum. Samanlögð hækkun er um 4.000 metrar og heildarvegalengd leiðarinnar eru rétt tæpir 50 km. Hæsta fjall á leiðinni er Kerling 1.538 m.y.s. (tindur nr. 18) en það lægsta er Hlíðarhryggur 1.100 m.y.s. 10 af þessum fjöllum eru yfir 1400 m (Þverfellshorn á Esjuna er 720 m.y.s.).
*
94 hófu þáttöku en fljótlega fóru einn og einn að gefast upp og tínast úr hópnum þannig að allt í allt vorum við 62 sem kláruðum. Leifi fór í A-hóp (þeir fóru hraðast yfir) og kláraði hringinn á 18 klst. og 40 mín og var hann fyrstur í mark ásamt einum öðrum (ekki að spyrja að því, er rosa stolt af honum).
*
Klaufinn ég var í B-hóp en varð að færa mig niður í B-2 hóp á 9. tindi eftir að hafa dottið í skriðu og runnið niður eina hlíðina á 6. tindi, ég náði nú að stoppa mig áður en ég lennti í urðinni fyrir neðan en tognaði við það í vinstri náranum. Ég kom sjálfri mér alveg rosalega á óvart og ákvað á þrjóskunni að bíta bara á jaxlinn (ásamt því að taka íbúfen öðru hvoru) og klára næstu 18 tinda þrátt fyrir að það væri rosalega sárt í öðru hverju skrefi. Ég fór því tindana 24 á rúmum 27 tímum og þeir síðustu komu í mark á rúmum 28 tímum. Er alveg rosalega stolt af mér að hafa klárað því við vorum bara 3 eftir í B-2 hópnum í lokinn og ég veit að það voru bara 2 eftir í C hópnum.
*
Þetta er að alerfiðasta sem ég hef nokkru sinni gert (þar með talið þessir 4,5 sólahringar sem það tók mig að koma Viktori í heiminn)  enda er enginn jarðvegur í fjöllunum fyrir norðan heldur bara stórgrýti og rosalega lausgrýtt þannig að reglulega heyrðist kallað GRJÓT !!! og þá var vissara að forða sér þegar steinhnullungar hentust niður hlíðarnar.
*
Mikið klifur og klöngur og rosalega bratt. Veðrið hefði mátt vera betra en það var þoka og rigning mest allan tímann og því ekkert útsýni en blautt og kalt enda meiri hluti leiðarinnar fyrir ofan snjólínu.  Ég viðurkenni alveg að ansi oft bölvaði ég sjálfri mér í huganum fyrir að vera að koma mér út í svona vitleysu. Á einum stað á leiðinni lofaði ég sjálfri mér að gera þetta aldrei aftur.  Það entist nú ekki lengi því strax núna er ég farin að hugsa um að koma mér í betra form svo að ég geti náð þessu á 24 tímum næst (bilun ég veit).
*
Tilfinningin þegar ég kom í mark var alveg ótrúlega góð og hér eftir veit ég að ég get allt ef ég hef rétta hugarfarið, viðmiðið hefur breyst. Hefði ég vitað hversu stórgrýtt og lausar skriður eru í fjöllunum hefði ég ábyggilega aldrei farið og aldrei trúað því að ég gæti þetta sem sýnir mér að maður getur miklu meira en maður heldur. Var við það að hætta við fyrstu 11. tindana en þrjóskaðist áfram.  
*
Núna blossar upp í mér metnaðurinn og nú er ég ekki alveg nógu sátt við að nárinn skildi hafa hægt á mér því þá hefði ég líklegast náð þessu á 26 tímum.... hehe svo lítur maður nú ekkert sérlega vel út þegar fólk spyr okkur hvað við vorum lengi og Leifi kom í mark tæpum 9 tímum á undan mér (hann var búinn að fara heim í sturtu, borða og sofa í nokkra tíma þegar ég kom í mark) en hann er nú ekki í lagi heldur (hann hljóp niður síðasta fjallið og allar mýrarnar).
*
Þetta var nú samt alveg ótrúlega gaman, takk Bára og Hrönn fyrir að hafa passað börnin okkar á meðan.
*
Við erum búin að hafa það ótrúlega gott í sumarfríinu sem hófst á Drangsnesi og í Kaldbaksvíkinni hjá Gúnda frænda. Erum svo núna enn á Norðurlandinu, fórum í heimsókn til Gunnu frænku á Húsavík í dag og fengum að sjálfsögðu hlýjar móttökur í Höfðabrekkunni. Viktor og Birna urðu svo eftir í góðu yfirlæti hjá henni á meðan við Leifi skruppum upp á Húsavíkurfjall fyrir matinn.
*
Svo er stefnan tekin á eina fjallgöngu í Eyjafjarðarsveitinni á sunnudaginn svona sem upphitun fyrir 3ja daga göngu um Látraströnd, Fjörður og Flateyjardal í næstu viku.
Kveðja Dröfn og fjallageiturnar

Vinnan, heilsuátak og Þjóðhátíð.

Hæ hæ systur

 Af mér er allt ágætt að frétta. Ég er bara búin að vera að vinna á fullu, ég er mjög ánægð þarna á Skúlagötunni þó að þetta er mjög krefjandi starf. Ég verð síðan að vinna þarna aðra hverja helgi í vetur sem er mjög fínt.

En ég er alveg að brillera í þessu heilsuátaki þó ég segi sjálf frá Smile. Þegar ég fór til Drafnar í byrjun júlí í vigtun voru 10,7 kíló farin Grin. Þannig að 1/3 er búinn á rúmum 10 vikum. Ég fór líka og keypti mér verðlaun, rosa flottan sumarkjól (size mediumWink). Og núna held ég þessu bara áfram á þrjóskunni, er loksins búin að læra að nota hana rétt LoL.

Síðan styttist í Þjóðhátíð í Eyjum. Ég er orðin svaka spennt enda löngu byrjuð að telja niður dagana (í dag eru 17 dagar þangað til Tounge). Ég, Geiri og Viktoría fáum að gista í garðinum hjá Guðrúnu Helgu, móðursystur Geira, ásamt fleirum úr hans ætt. Þetta verður svaka fjör, við komum til eyja á fimmtudagskvöldið og þá er húkkaraballið, á föstudeginum er síðan Þjóðhátíðin sett og um kvöldið fáum við lunda í matinn hjá Guðrúnu Helgu. Eftir það er svo bara fylgt Þjóðhátíðardagskránni.

Af Geira er líka allt fínt að frétta. Hann er líka bara vinnandi á fullu eins og ég. Í gær fór hann í lokaprufu fyrir stuttmyndina Pleisið og hann fær að vita eftir 2 vikur hvort hann fær hlutverk eða ekki. Honum fannst þetta rosalega gaman og nú bíðum við spennt eftir svari.

En meira var það nú ekki, vildi bara sína smá lit á þessari síðu. Ég held að það séu komnir nokkrir mánuðir síðan ég bloggaði síðast Halo.

Kv. Gróa Rán

 


Fjölskyldan

 Erum við ekki falleg fjölskylda?

 

famelien
 
Annars er allt gott að frétta af okkur. Við erum að fara á foreldranámskeið á mánudag og þriðjudag. Daníel er búinn að fara í 7 ökutíma og honum gengur bara vel í þeim. Ég aðallega bara búin að vera að vinna. Það var að klárast vísindanámskeið í dag og ég hlakka til námskeiðslausrar vinnuhelgar. Ég hef komist að því að ég ætla mér ekki að feta í fótspor Báru elstu systur minnar og verða grunnskólakennari þegar ég er orðin stór. Daníel segir að ef að maður segir þetta þá verði maður pottþétt grunnskólakennari. Bumban stækkar enn, einn vinnufélagi minn stakk uppá því um daginn að ég ætti að reyna að setja heimsmet og eignast stærsta barn sem fæðst hefur. Ég er ekkert voðalega spennt yfir þessu plani, fyrir mér má barnið alveg vera lítið þegar það fæðist. Mér finnst stundum að fólk haldi að ég eigi að vera sérfræðingur í líkamsstarfssemi bæði hjá mér og barninu bara afþví að ég er ólétt. Ég breytist ekkert í alfræðiorðabók þó ég sé með barni. Daníel vill koma kvörtun á framfæri sem er að Geiri hafi ekki fengið neina afmæliskveðju á bloggið svo ég vil enda þessa færslu með því að óska Geira til hamingju með afmælið um daginn. Nú máttu kaupa vín í Bandaríkjunum.
 
kv. Halla og Daníel
 
birthday_funny_picture_03 
  

 


Höfundur

Bakkasystur
Bakkasystur
Systurnar sex og fylgilið....
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband