Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Viktoría = kjáni.

jáá þetta er orðin staðreynd. Þetta er ekki lengur spurning : er viktoría kjáni? nei þetta er meira svona fullyrðing : Viktoría er kjáni!

tökum dæmi frá deginum í dag: Ég vaknaði óvart klukkan sjö.. allt í lagi með það ég fór bara að horfa á bíómyndir. tókst að klára tvær fyrir hádegi! síðan eyddi ég restinni af deginum í tjill og tiltekt. Fór í bæinn því ég átti að mæta uppí vinnu í talningu klukkan hálf níu. Flott mál. Eg mætti eldhress.. smá sein samt.. stóð fyrir utan búðina og sá að enginn var mættur. Ég eins og asni hringdi í verslunarstjórann og spurði hvenær talninginn átti að vera.. og þá VAR hún víst hálf níu um morguninn!

Annað dæmi: ég var að skúra um daginn. Sótti mér vatn í baðkarið, en í stað þess að skrúfa fyrir.. skrúfaði ég frá sturtuhausnum sem vildi svo skemmtilega til að hann var staðsettur beint fyrir ofan hausinn á mér.

fyrir nokkrum dögum: var ég í buzz. og það kom spurning: Who is the man behind the micorsoft empire. Í stað þess að ég hugsaði rökrétt og svaraði Bill Gates eins og hinir.. þá fór ég að ýminda mér kall sem stæði í sínu "empire" og væri veifandi. Ég varð svo pirruð því það kom enginn mynd af kalli að ég svaraði bara einhverju og þar af leiðandi vitlausu svari.

Fyrir jól: Hrönn bað mig um að kaupa frímerki. Jú ekkert mál ég gat alveg gert það :) svo lætur hún mig fá 13 jólakort. Ég fer í smáralindina, set kortin í póstkassan og kaupi svo 20 frímerki! Það var ekki fyrr en ég kom heim að Hrönn benti mér á að ég átti víst að setja frímerkin á jólakortin..

Þetta eru nokkur dæmi sem sanna það að ég er óttalegur kjánabangsi!

- Viktoría kjáni.


Til hmingju með afmælið

Til hamingju með afmælið Hrafnhidur
 
Katrín
                                           
 Trúið þið því að þessi stelpa er orðin 3 ára
 
DSC02585
winnie_20the_20pooh_20theme.jpg

Sælar systur og fleiri sem lesa

Hæhæ

Af mér er allt gott að frétta. Ég var að fá einkunnirnar mínar í gær og eru þær svohljóðandi:

Enska: 9

Íslenska: 9

Kvikmyndafræði: 9

Íþróttir: Staðist

Landafræði: 8

Spænska: 8

Uppeldisfræði: 10

Samtals eru þetta 19 einingar sem ég fékk og er ég þá búin með 97 einingar.

 Geiri var svo einnig að fá einkunnirnar sínar en þær eru svona:

Íslenska: 6

Danska: 6

Íþróttir: 7

Nám: Staðist

Stu: Staðist

Hann féll síðan í stærðfræði, félagsfræði og heimspeki. En þetta voru 9 einingar sem hann fékk og er hann búinn með 50 einingar allt í allt.

En núna erum við í jólafrí og njótum þess með því að sofa fram á hádegi alla daga Tounge. En þessi jól ætlum við að vera í Kópavoginum, við tókum þá sameiginlegu ákvörðun að skiptast á að vera í Kópavoginum og á Bakka.

Annars er ekkert annað að frétta, nema auðvitað að við erum búin að trúlofa okkur en ég held að flest allir viti það nú þegar. Síðan erum við bara að krossleggja putta að við fáum einhverja vinnu í sumar, það er ráðningarbann í Orkuveitunni og svo var ég að heyra að það er einnig ráðningarbann á leikskólum. En það kemur bara í ljós.

Kv. Gróa Rán

 

 


Írabakka fréttir - haustblogg

Sæl öll sömul

Þá held ég að það sé komin tími á fréttir úr Írabakka. Þar hafa verið smá breytingar á íbúum eins og flestir vita. Gunnar fluttur út og erum við mæðgur orðnar 2 aftur. (Ja eða eigum við að segja 3 því að Viktoríu líður mjög vel hjá okkur í stærra herbergi og með stærra rúm en heima hjá sér og er því mjög mikið hérna).

Nóvember mánuður gekk í garð með aðlögun að nýjum aðstæðum og AFMÆLI heimasætunnar. (Ég ætlaði nú fyrir löngu að vera búin að skella inn myndum en þurfti að fara margar krókaleiðir til að vista þær á blogginu, það var svo um helgina sem ég fattaði mun einfaldari leið, þannig að nú er ég búin að setja inn fullt af myndum). Ásthildur tók virkan þátt í afmælisundirbúningnum m.a sá um baksturinn ásamt mömmu sinni DSC03358.

16 nóvember var 7 ára afmæli sem lengi var búið að bíða eftir.DSC03361

OG var það glöð stelpa sem vaknaði um morguninn og tók upp pakka  sem meðal annars innihélt bókina Fíu sólDSC03363.

 

 

 

 

 

 

 Enda er Ásthildur algjör lestrarhestur sem og námshestur. Enda hefur hún ekki langt að sækja lestraráhugann og passar nafnið vel við í því tilviki.DSC03353

Hún keppti í sínu fyrsta sundmóti dagin fyrir 7 ára afmælið og gekk það mjög vel. Hún ætlar svo að keppa á fleiri mótum eftir áramót og vonandi man þá mamman að kippa myndavélinni með.

Í lok nóvember bökuðum við svo piparkökur upp á Bakka ásamt fjölda af fólkiDSC03381  DSC03383 DSC03384

og voru stelpubarnabörnin 3 (Þórhalla fékk bara að horfa á í þetta sinn) með mjög gott úthald, en allir bæði strákar og stelpur voru mjög dugleg.  

Í nóvember og desember höfum við svo fengið að passa Þórhöllu Guðnýju og gengur það mjög vel (hún lætur nú oft heyra vel í sér en nágrannarnir hafa ekki enn bankað upp á - nema þessir úr kóngsbakkanum sem eiga oft leið hjá ef maður er með lítið kríli í heimsókn).  DSC03377 Ásthildur er orðin ansi flink í barnapössuninni og hér er hún að skipta á Þórhöllu Guðnýju.

EN ég bið ða heilsa í bili og skora á fleiri systur að hafa hreyfingu á bloggsíðunni

kv. Hrönn


líffræðilærdómur

Þórhalla Guðný ætlaði að hjálpa mér við líffræðina.. 

svanga Þórhalla 

 

 ...  en endaði á því að borða mig

 

- Viktoría 


ÞGD og BRG.

Daníel heldur að þetta sé sönnun fyrir því að öll ungabörn séu eins...
Ég held að þetta sé sönnun fyrir því að ég og Dröfn eigum eitthvað í þessum stelpum!
 
picture_11_744250.jpgpicture_1_744251.png

Höfundur

Bakkasystur
Bakkasystur
Systurnar sex og fylgilið....
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband