Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

umferðateppa og rafmagnsleysi

jæja ætli það sé ekki kominn tími á blogg?

Fyrst vilja óska Pabba okkar innilega til hamingju með afmælið í gær, öll 25 árin :)

Dagurinn í dag var frekar óvenjulegur. Ég bjóst við dæmigerðum mánudegi, löngum og venjulegum, en vegna mótmæla trukkabílstjóra byrjaði dagurinn frekar seint. Ég slapp reyndar við allar umferðateppur og mætti á réttum tíma í skólann, en kennarar og aðrir nemendur komu seint í skólann. Korter yfir tólf nákvæmlega sló svo allt rafmagnið út. Komst ég að því hversu mikið maður er háður rafmagni. Ég gat til dæmis ekki keypt mér neitt í sjoppuni þar sem ég var með allan pening inn á korti og posinn gengur fyrir rafmagni. Sem betur fer á ég matarmiða svo ég gat fengið mér hádegismat. Ég gat ekki hlaðið tölvuna mína, en það var svo sem allt í lagi þar sem ég komst hvort eð er ekki á netið. Tímaskynið fór líka alveg þar sem allar klukkur skólans eru samstilltar og þær duttu út þegar rafmagnið fór. 

Annars er bara ósköp venjuleg vika framundann hjá mér. Næstu helgi ætla ég svo að vera heima á Bakka og hjálpa Leifa í fjósinu þar sem foreldrar okkar eru víst að fara til Berlínar. 

En ég ætla að fara setja upp efnafræðisvipinn (hehe)  og læra smá áður en ég fer í háttinn..

Viktoría

 p.s. Halla var að setja inn nýjar myndir :)

 

 


Páskafrí!

Sælar systur

Ég og Geiri erum búin að hafa það mjög fínt í páskafríinu, en við erum aðalega búin að vera að glápa á sjónvarpið og spila playstation 2. Reyndar erum við líka búin að vera dugleg að fara í göngutúra og stússast í kringum hestana sem ég tók inn og er það heilmikil hreyfing. Annars er bara allt gott að frétta af okkur, við erum bara á fullu í skólanum og gengur bara mjög vel hjá okkur báðum. Ég fer í sumarfrí 14. maí en þá er síðasta prófið mitt. Geiri er ekki alveg viss hvenær hann fer í sumarfrí, það fer eftir því hvort hann nær símati í náttúrufræði eða ekki.

En ég ætlaði nú ekki að hafa þetta langt, vildi bara blogga aðeins þar sem að Bára systir benti mér á það að ég bloggaði svo sjaldan.

Kv. Gróa Rán


Föstudagurinn langi

Fallegur söngur í Brautarholtskirkju í dag. Félagar úr Karlakór Kjalnesinga.  Slóðin er:  http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4401503.

KVeðja Bára 


Orðabók barnsins

morgunstund (3)Ég vil líka svona leggleg. Svona fínt, sagði litla snótin þegar hún sá mig klæða mig í legghlífar. Henni finnst þær flottar. Ég á eftir að athuga hvort að það fáist legghlífar á svona lítil kríli. Hún gæti verið í þeim þegar hún hoppar á trambambó en það er mjög vinsælt núna alveg eins og að borða kókóbums á morgnana sem er alveg pottrétt að klárast enda taka þau systkin vel til matar síns. Reyndar er það eldra barnið á heimilinu sem á pottrétt orðið. Litla krílið lítur mjög upp til stóra bróðurs þessa dagana og prumpar reglulega með höndinni og skiptir þá litlu í hvaðagkb_beljaki (2) aðstæðum við erum stödd. Það hefur samt ekki ollið mörgum vandræða augnablikum ekki eins og þegar fréttahákurinn minn kallaði til mín í sjoppu um daginn: "mamma helduru að þessi sé að spila svo mikið í spilakössum að hann getur ekki borgað húsið sitt".
  Já það er mikið spáð í þjóðfélagsmál hér á þessum bæ og vonast hann eftir að sjá nýja risann á fasteignamarkaðinum sem getið var um í einni fyrirsögninni og vakti upp dálitla hræðsluspennu á heimilinu. En aftur að búkhljóðunum. Það nýjasta  er gerviropi, þessi sem framkallast með því að kyngja smá lofti og ropa því svo upp og þegar það er búið þarf að segja paskafið.

Gleðilega páska og hafið það gott í fríinu.
Kveðja Bára


spænsku tölunar upp í 4

uno doo þre hvadro

kv guðni


Athyglisvert

Mæður gallaðar, pabbar horfnir en gott að börnin séu nokkuð í lagi  - þá hlýtur framtíðin að verða betri. Endurspegla barnabókmenntir tíðarandann?

kv. Báran


mbl.is Hættulegt líf mæðra í barnabókum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dracco, fótbolti og orðabók barnsins.

Nýjasta vinsældin á okkar heimili eru Dracco karlar (höfuð). Reyndar búnir að vera vinsælir lengi en þær aukist upp á síðkastið. Fyrir þá sem vita ekki hvað Dracco er má benda á síðuna www.dracco.com draccoen hún er vinsælt lesefni um þessar mundir. Samkvæmt síðunni eru tegundirnar alls 40 (reyndar var mér sagt að 5 tegundir hefðu bæst við) og eru þeir mismunandi í lögum og sama tegund getur komið í mörgum litum. Þeir eru líka misalgengir og verðmætir að sama skapi. Stundum er nauðsynlegt að bítta þremur og fá bara einn í staðinn. Guðni Kristinn á orðið töluvert margar tegundir. Ef P1010082ég dreg karl upp úr ísboxinu (hann á ekki Dracco tösku) þá getur hann sagt númerið án þess að þurfa að hugsa sig um. Ég á hins vegar aðeins eitt Dracco höfuð. Minn kallast einhyrningurinn og er númer 19 en hornið er samt smá saman að mást af honum og hugsa ég að hann verði framvegis númer eitt enda frumburðurinn á heimilinu.

Frumburðurinn hefur nú líka margt annað fyrir stafni þessa dagana. Hann hvetur móður sína óspart til að fara í leikfimi en hvatinn að henni er kanski ekki alveg heilsufar móðurinnar heldur er snáðinn að verða átta sP1010077em þýðir að hann má fara einn í sund og það er nýtt til hins ítrasta. Fótboltinn er annað áhugamál og spilar snáðinn í marki með UMFK. Þeir eru búnir að keppa á móti Víkingum, Þorlákshöfn, Hrunamönnum og Skagamönnum og eru bara nokkuð góðir og hafa ekki tapað leik ennþá.

 


Það er margt að gera hjá örverpinu þessa daga og vikur. Hún er sjaldan aðgerðalaus og bætast við ný orð daglega. Segja má að snótin sé altalandi en eitt og eitt orð þarfnast útskýringa. Kýrnar í fjósinu á Bakka misstu sig nú ekki og voru hinar rólegustu í mjöltunum. En þegar mjaltavélarnar skjótast sjálfvirkt af þeim má heyra í þeirri stuttu: "Sjáðu hún missti sig". Ef daman er svöng kemur fyrir að hún biður um rúkkurt en það þýðir jógúrt og er vinsæll matur á þessu heimili (já móðirin skrifar ritgerðir í stað eldamennskunnar) ef jógúrt er ekki til má alltaf biðja um klex. Það er ekki kex eins og ónefnd amma hélt heldur kornflex. Síjós er líka í uppáhaldi hjá henni á morgnana. Hún er stundum til í að fara í worlkarl í leikfimi þó svo að hún þurfi að vera í barnagæslunni á meðan.

Sjálfstæðisbaráttan er sterk um þessar mundir: Hún vill klæða sig sjálf, skipta á sér sjálf, og þvo sér sjálf (ekki samt hætta með bleiju), fara í bílstólinn sjálf og út úr bílnum sjálf, borða sjálf, bursta tennurnar sjálf, lesa sjálf, baða sig sjálf og brytja matinn sjálf. Hún telur líka að þegar sjálfstæði hennar eykst þá minnki það hjá móðurinni en hún vill hjálpa henni við flestar daglegar athafnir. Hérna mamma sokkarnir, settu svona, já svona upp, nei snúa þeim já svona og svo hinn gerðu eins, nei ekki svona snúa sokkunum, já fínt. Nei bídd þú, ég hneppa sko svona mamma þetta er fínt... ert þú í sturtu mamma bíddu hér er handklæðið,, já þurrka núna. Mamma farðu í þessa skó, hérna, jú víst þessa skó, hérna mamma ég finna þá. Ég brjóta þvottinn... ..

Bestu kveðjur Bára

 


Ágúst kominn á skipulagið...

Það er mjög misjafnt hvað systur aðhafast í ágúst.. sumar fara á tónleika.... 

 


Höfundur

Bakkasystur
Bakkasystur
Systurnar sex og fylgilið....
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband