Leita í fréttum mbl.is

Ég átti nú hugmyndina

Sælar systur og aðrir.

Ég vil nú bara minna ykkur á að ég bloggslóðinn átti þessa hugmynd. Þess vegna ákvað ég að leyfa öllum systrum mínum að blogga á undan mér..... Nei nei ég gerði nú tilraun um daginn og ætlaði að setja inn mynd og allt en myndirnar hlóðust ekki inn, þannig að ég ákvað að gera aðra tilraun síðar og hér er hún. Það er nú alveg spurning hvernig hún verður þar sem ég sit hér á miðri næturvakt og á 5 klukkustundir í sólarhringsvökuShocking. En af mér er svo sem lítið að frétta - búið að vera mjög gaman undanfarið í systraferðum.  Á morgun förum við svo í viðtal í breiðholtskóla og hittum kennarann. Það er að verða svolítill spenningur. Ást er ekki búin að fá pláss í skólavistinni - það eru víst 90 börn á biðlista ( ekki 90 börn komin inn eins og ég hélt) en hún er víst mjög ofarlega og kemst að ef þau ráða einn í viðbót. En maður verður bara að redda því með aðstoð vina og vandamanna. Wink. En ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili og reyni við tækifæri að setja inn myndir.

kveðja Hrönn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá hvað allt stækkar fljótt....hrafnhildur byrjuð í leikskóla og ásthildur í skóla =)

Viktoría (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 13:01

2 identicon

Já og ég í háskóla ;o)

kv. Bára

Bára (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 17:45

3 identicon

Já Hrönn mín þú ert nú búin að vera voðalega dugleg að skrifa athugasemdir, ég bara mátti til.......

 Viktor er að fara að byrja í 2. bekk á morgun.

 Kveðja Dröfn

Dröfn (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 20:52

4 identicon

Þetta er líka mjög sniðug hugmynd hjá þér og þú mátt alveg monta þig af henni!

Gróa Rán (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 12:08

5 identicon

Já - frábær hugmynd.. ég ætlaði að skella inn myndum en fann ekki tímann í það..vonandi verður spennandi blogg úr Breiðholtinu fljótlega

 Kv. Bára

Bára (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 22:37

6 identicon

Já ég væri líka til í spennandi blogg en það var gert nýtt tilboð í dag sem gildir til klukkan 10 á morgun

Hrönn (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bakkasystur
Bakkasystur
Systurnar sex og fylgilið....
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband