25.8.2007 | 21:03
Leikskólastelpan
Þetta var sannkölluð skólavika á þessu heimili. Ég byrjaði í Kennó - enn og aftur - , Guðni Kristinn byrjaði í öðrum bekk og Hrafnhildur Katrín byrjaði í leikskóla.
Þessi mynd er tekin fyrsta leikskóladaginn. Hún aðlagast vel og er fljót að læra á nýja rútínu. Veturinn leggst vel í okkur og byrjar haustið með krafti og nægum verkefnum.
Þetta eru Guðni Kristinn og Viktoría í Fjölskyldu og húsdýragarðinum. Guðni Kristinn ætlar ekki að vinna þar þegar hann verður stærri. Ástæðan er sú að í sumarlok er hættan sú aðvinnufélagar hendi honum í tjörnina. Hann var mjög fegin að Viktoría slapp við það.
En ég bið að heilsa í bili. Ég var að finna myndavélasnúruna og ætti því að geta sett inn eina og eina mynd við tækifæri.
Kveðja Bára
Athugasemdir
sætu krakkar =)
Viktoría (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 07:23
Flottir námsmenn -hlakka til að fá fleiri myndir.
HRönn (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.