28.8.2007 | 18:24
Nóg að gera með klifurapa á heimilinu
Er á þönum þessa dagana á eftir yngsta fjölskyldumeðliminum og aðaltætaranum. Hún virðist ætla að erfa eitthvað frá henni móður sinni (allavegna klifureðlið).
Veit ekki hvernig amman og afinn á Bakka lifa af veturinn og þó þau ættu að vera í æfingu (búin að eignast þrjár ljóshærðar). Sendi inn nokkrar myndir af prinsessunni á venjulegum degi ásamt hinum börnunum (í möppunni ýmislegt).
Kveðja Dröfn
p.s. innilega til hamingju með nýju íbúðina Hrönn
Athugasemdir
Eins gott að hún er ekki tvíburi!!!!!!
Heldur mömmu sinni við verkið, eins gott að eiga stóran bróður sem hjálpar til. FLottar myndir!!
kveðja Hrönn
Hrönn (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 21:58
Það er spurning um að nota ráð Bjarna, kaupa sturtuklefa og loka hana þar inni. (bara ekki tengja vatnið)
Hrönn (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 22:04
Hehehe já það er góð hugmynd, aldrei að vita nema maður setji sturtuklefa ofar á framkvæmdarlistann.
Dröfn (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 11:42
Einhvernveginn finnst mér að ég hafi séð svipaðar myndir, myndir sem eru kannksi svona tuttugu og eitthvað ára gamlar núna og svo aðrar sem eru svona fimmtán sextán ára gamlar. hmm...
Halla (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 19:56
Og tók ég líka eftir því að á öllum þessum myndum er barnið/börnin ljóshærð :P
Halla (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 19:58
Hhuuuummmm ! Já þetta hlýtur að fylgja ljósa-hárs genunum. Það er spurning hvernig mamma var þegar hún var lítil.
Dröfn (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 22:50
Já hef aldrei pælt í því. Hvort hún hafi verið fyriferðamikil þangað til hún lærði að lesa eins og GRB og VB.
Mamma eða amma verða nú að svara því.
kveðja
Hrönn (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 09:13
Annars finnst mér Birna Rún minna mig á míu litlu í múmínsnáðunum á þessari mynd. Hún ætlar greinilega ekki að láta taka sig niður
kveðja
Hrönn (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 09:14
Hehehe já Mía litla var ansi skæð.
Dröfn (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.