Leita í fréttum mbl.is

Draumur

Mig dreymdi í nótt að við höfðum farið saman allar systurnar til Spánar ásamt börnum og mökum. Þegar við komum heim þá tilkynna mamma og pabbi okkur að þau höfðu skilið þegar við vorum úti. Ég byrja strax að gráta, en þið hinar eruð voða rólegar yfir þessu. Svo segir pabbi að hann hafi fundið sér aðra konu, sem var á aldri við Dröfn, og hann ætli sér að giftast henni og eignast börn. Ég held áfram að gráta, en þið hinar eruð ennþá rólegar. Síðan segir mamma okkur að fara skipta um föt af því að kærasta hans pabba er að koma í mat og vinur hennar mömmu. Mamma hafði nefnilega byrjað að deita eftir að hún og pabbi skildu. Ég hljóp upp hágrátandi. Dröfn kom á eftir mér, sagði mér að drífa mig að skipta um föt og hætta þessu væli. Kærastan hans pabba væri komin og hún virkaði bara mjög indæl.

 Er ég búin að horfa of mikið á Grey's Anatomy?

 Viktoría


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já of mikið áhorf - nú ferð þú í greys bann. Hugsa að ég láti þig ekkert fá síðustu diskanna úr seríu 2.

En finnst þér þetta ekki skemmtilegir þættir

kveðja HRönn

Hrönn (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 16:07

2 identicon

já -- nú verður bara skammtað... Geðveikir þættir.. ég verð að komast til USA til að kaupa mér næstu seríu..... Forfallin Grey's aðdáandi... Hvort finnst þér McDreamy eða Burke flottari ? Það eru sko skiptar skoðanir um það innan hópsins. Fyrir mér er það engin spurning hvor er flottari....

kv BB

Bára (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 19:03

3 identicon

OK - straujaði kortið á Amazon - keypti 3 seríu - kemur innan 30 daga.... VB.. Þú getur fengið að leigja á 500 kr. diskinn.... kv. Bára

Bára (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 19:36

4 identicon

Hehehe Já draminn er farinn að taka yfir draumana líka !  Veit ekki hvort ég leggi í þriðju seríu fyrr en kannski í jólafríinu.

Dröfn (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 19:45

5 identicon

mér finnst þetta geðveikir þættir =)  en mér finnst McDreamy flottari =Þ

Viktoría (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 21:05

6 identicon

Hvað er að ykkur Burke er miklu sætari - Mcdreamy er svo væminn og hvernig hann horfir á fólk - alex er líka flottur. Pant fyrst með 3 seríu á eftir þér Bára - mundu hvar þú ert búin að vera að horfa á þá þætti!!!!!. 4 sería  byrjar í USA 27 sept- spurning um að eyða 3 seríu og byrja að hlaða niður þeirri 4.....

kveðja Hrönn

Hrönn (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 22:15

7 identicon

Já en ég hef nú lánað þér alla hina... nú þarf bara að spá í hver býður best... en ætli ég verði ekki að lána þá ÁÐUR en ég horfi því að eins og staðan er í dag þá veitir mér ekki af því að læra og læra í stað þess að horfa á McDreamy....

kv. Bára

Bára (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 23:58

8 identicon

haha ég ætti kannksi að fara að sjá þessa þætti svo ég viti um hvað þið eruð að tala. ég horfi bara á Rome þessa dagana.

halla (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bakkasystur
Bakkasystur
Systurnar sex og fylgilið....
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband