Leita í fréttum mbl.is

Fréttir af skötuhjúum.

Frá okkur skötuhjúum er allt gott að frétta. Ég er búin að vera lasin en ætla að fara í skólann á morgun. Daníel var að finna skóla sem honum langar að fara þar sem hann getur lært bæði í sambandi við kvikmyndum og klippingu og í sambandi við tónlist og upptökur, hvernig á að setja upp tónleika og hljóðkerfi og svoleiðis. http://sae.edu/ . Skólinn er á 50 stöðum útum allan heim. Hann er ekkert búinn að ákveða hvort hann ætlar í hann en þetta er mjög sterkur kandidat. Ég sjálf er búin að ákveða að sækja um í LHÍ og vera þar í kannksi ár og fara svo út til útlanda. Kennarinn minn sagði að það væri betra að fara fyrst hér heima og kynnast fólki svo maður hefði einhver tengsl þegar maður kæmi svo aftur heim eftir mörg ár í útlöndum. Hún sagði að ég þyrfti ekki plan B því ég myndi fljúga inn. (verð aðeins að monta mig) Daníel spilaði á Busaballi FB og það gekk vel, það seldist upp á ballið. Ég held að það hafi ekki gerst síðan byrjaði í skólanum og örrugglega lengur. Ég held að það hafi allir bara orðið að fara að sjá sæta kærastann minn spila. Það gengur bara vel í vinnunni en það er ekki mikið að gera hjá mér og ekki mikið sem ég á að vera að gera svo ég er svolítið eyrðarlaus. Ég er búin að biðja um að fá lista yfir verkefni sem ég get farið í, ég er ekki alveg nógu góð í að hanga og gera ekki neitt þó flestir myndu vera hæstánægðir með það. Í nóvember selur mamma hans Daníels íbúðina og við flytjum bæði uppá Bakka og verðum líka eitthvað í Vesturberginu. Daníel var að kaupa sér videocameru og er búin að taka upp brúðkaup yfirmannsins síns. Mér gengur fínt í skólanum. Líst vel á kennarana mína og spænskukennarinn minn kom með mjög góða lýsingu yfir það afhverju maður á að vera duglegur að læra heima : Þegar maður ákveður að læra spænsku er maður spenntur fyrir því að byrja að læra nýtt tungumál eins og þegar maður er spenntur yfir því að fara til útlanda. Svo situr maður á flugvellinum og bíður eftir vélinni, svo lærir maður ekki heima í fyrsta skiptið og það er kallað í mann að fara í vélina en maður gerir ekki neitt, svo er stiganum keyrt frá og maður gerir ekki neitt, svo eru sætisbeltin spennt og flugvélin fer í loft og fyrren varir er vélin komin til útlanda og maður situr enn á flugvellinum því maður missir af henni því maður lærir ekki heima.

Með þessum fróðleiksmola kveð ég og skora á Gróu Rán að segja okkur hvað er að frétta af henni.

kv. Halla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að heyra af ykkur skötuhjúum og vonandi að heilsan komist í lag svo þú komist í skólann á morgun og við getum lagt við hliðina á bílnum þínum.

En  bið að heilsa er að klára vinnuna

Hrönn

P.S svo verður svefnsófi í kjallaraherbergi í írabakka - spurning um aðstoð við flutninga í skiptum fyrir gistinu (flutt 20 okt

kveðja Hrönn

Hrönn (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 22:46

2 identicon

Gaman að heyra frá þér og sæta kærastanum ;o) Við glímum líka við þessa pest hér...mishressar mæðgur...segi nú ekki annað en gott að sumir eru enn með bleiju..kv. Bára

Bára (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 16:32

3 identicon

flott blogg =)

Viktoría (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 19:47

4 identicon

Hæ hæ

Var einmitt að hugsa til þín í gær, svo langt síðan ég hef heyrt í þér (eða hitt þig).

Pestin virðist vera að smjúga inn á flest heimili en varir sem betur fer stutt yfir, vonandi að þér sé batnað.

Spennandi að vera að skoða framhaldsnám, gaman að Danni sé búinn að finna spennandi valmöguleika um allan heim. held að það sé satt sem spænsku kennarinn segir, það er líka svo gott að hafa spænsku-grunn því spænska er töluð svo víða.

knús Dröfn

Dröfn (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 09:14

5 Smámynd: Bakkasystur

Já Það væri nú gaman fyrir okkur ef þið færuð til dæmis til spánar og við gætum heimsótt ykkur þangað - ekki það að við myndum nú heimsækja ykkur hvert sem er (smá hótun)- en heitu löndin hljóma nú vel. En það er mjög sniðugt að byrja hér heima - það getur líka vel verið að skólinn hér heima sé með eitthvað skiptiprógram við aðra skóla í útlöndum. Og gaman að heyra að kennarinn hefur mikið álit á þér (eins og við hin).

Kveðja Hrönn

Bakkasystur, 20.9.2007 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bakkasystur
Bakkasystur
Systurnar sex og fylgilið....
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband