Leita í fréttum mbl.is

Færsla frá Jörfabakkanum (kanski sú síðasta !!!!)

Sælar systur og aðrir lesendur.

Best að koma með bloggfærslu septembersmánaðar.  

Hálendið 003Lífið er allt að komast í vetrarrútínu hér í breiðholtinu.

Ásthildur mjög ánægð með skólann sinn og les og les á hverjum degi (síðustu helgi las hún rúmlega 50 blaðsíður og allt 2 sinnum - reyndar mismikill texti á hverri síðu). Hún skrifaði svo fyrstu söguna sína í sögubókina og  aðalsöguhetjan var nú hann Snjóber enda er hann einn fjölskyldu meðlimurinn hér í Jörfabakkanum. Fyrir þau sem vita ekki hver hann er kemur hér ein mynd af honum en hann var nýkominn úr baði.

 

SunddrottningSundið er líka byrjað af fullum krafti. Ásthildur æfir 2 í viku í bleikjuhóp (í fyrra var hún gullfiskur) og finnst henni mjög gaman. Á meðan sundið er á miðvikudögum fer bíllinn minn alltaf á stefnumót með bílnum hennar Höllu á sameiginlegu plani sundlaugarinnar og FB. Ásthildi finnst það mjög mikilvægt að okkar bíl sé lagt við hliðina eða fyrir aftan Höllubíl. Það væri nú skemmtilegra að hitta Höllu sjálfa en þetta er líka gaman. Ásthildur bíður spennt þegar við keyrum inn á planið hvar bíllinn hennar Höllu sé.  Ég syndi svo alltaf á meðan hún er á námskeiðinu og hlusta svo á slúðrið í pottunum. Alveg ótrúlegt hvað er talað þar og heyrir maður oft sögur af sjúklingum sínum. Ég er svo búin að vera að vinna á fullu, deildin er búin að vera mjög fín undafarið, er full einn dag og tæmist svo inn á milli sem er gott því að þá er ekki stöðugt álag. Ég er svo líka að reyna að selja Jörfabakkann - það eru búnir að koma að skoða á milli 20-22 manns og eitt tilboð komið sem var allt of lágt og gagntilboði ekki tekið. Ég ætla að gefa fasteignasölunni séns fram yfir helgi og skipta þá um enda er ég ekki alveg að treysta þeim. Ég bíð svo eftir að fá að undirrita kaupsamninginn á Írabakka en það var vesen þegar undirritun átti að fara fram fyrr í vikunni, en seljendur vissu ekki að þau ættu að taka kostnað við framkvæmdir á sig og eru eitthvað að kanna það. Þetta átti nú fasteignasalinn að vera búin að fara yfir með þeim. En ég fæ íbúðina afhenta 10 okt. og er þá stefnan að taka upp málningarpenslanna og mála hólf og gólf. Flutningur er áætlaður laugardaginn 20 okt og sjálfboðaliðar vinsamlegast gefið ykkur fram fyrir þann tíma. Hugsa að ég afhendi svo Jörfann á mánudeginum eftir (ef hann verður seldur). Þetta fer sem sagt allt að styttast.

Gunnar er byrjaður í sálfræðinni og líkar bara ágætlega - hann var reyndar eitthvað að spá í að skipta yfir í félagsráðgjöf en þar sem liðið er á önnina og engar bækur til ætlar hann að halda  áfram í sálfræðinni þessa önnina og sjá svo til.

DSC01891Börnin hans Adrían Ari og Rakel Ösp koma svo til okkar aðra hvora helgi og er þá mikið fjör í þessari íbúð sem virðist minnka um helming. Það verður rosalegur munur þegar það verða orðin stærri og fleiri herbergi.

En jæja ætli ég hafi þetta nokkuð lengra (er þetta ekki orðið lengra en Höllu - allavega fleiri myndirWink - ég er svo ánægð hvað ég er að verða dugleg að hlaða inn myndum og ÞOLINMÓÐ að bíða eftir þeim)

Bið að heilsa öllum

HRönn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Krúttlegu krakkar =) en já það er bara aldrei að vita hvort ég geti hjálpað til við flutninga...get samt ekki gefið svar svona snemma :P

Viktoría (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 15:38

2 identicon

Mjög flott blogg! Voða sætir krakkar og Snjóber. Bíllinn minn er alveg rosalega ánægður með stefnumótin. Gaman að heyra hvað Ásthildur er dugleg að lesa maður ætti að taka hana sér til fyrirmyndar.

Halla (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bakkasystur
Bakkasystur
Systurnar sex og fylgilið....
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband