Leita í fréttum mbl.is

Loksins kemur blogg..

Sæl öll!

Ég hef ekki verið dugleg að blogga..örugglega lélegust af okkur systurnum. En hér koma smá fréttir af mér:

Ég er bara á fullu í skóla og mér gengur bara ágætlega. Núna styttist í miðannarmat svo ég er mikið í prófum þessa daganna. Geiri er að vinna hjá Orkuveitunni og honum líður bara vel þar. Hann og Gunni, yfirmaður hans, eru bara tveir í Brunahanadeildinni og þess vegna er alveg nóg að gera. Ég græði líka svolítið þar sem að Geiri býður mér oft í morgunmat í Orkuveituhúsinu á morgnanna og þá fæ ég hafragraut og rúnstykki Wink.

Annars erum við svo að fara á Sauðárkrók næstu helgi. Hafrún, vinkona mín, bauð okkur að koma á Laufskálaréttarball sem er víst aðalballið á þessu svæði. Það verður örugglega rosa gaman.

En ég ætla ekki að hafa þetta lengra, ég skal reyna að vera duglegri að blogga í framtíðinni.

Kv. Gróa Rán


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Laufskálaréttaballið ER aðalballið. Sumar systur þínar hafa reynsluna.....

Ég sá brunahanaeftirlitsvörð í dag sem ég kannaðist við... gott að sjá öryggi skólans gætt.

kv. Bára

Bára (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 18:32

2 identicon

úú hljómar mjög spennandi.

Halla (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 19:56

3 identicon

Já Gróa þetta er aðalballið... og það er nú gaman í réttunum líka. Þegar ég fór á þetta ball fyrir sirka... já við skulum ekki segja hvað mörgum árum en ég held að ég hafi misst af 1 eða 2 ára afmælinu þínu fyrir vikið. Góða skemmtun

kveðja HRönn

p.s gengur þér bara ágætlega - þú fékkst nú 9.8 fyrir ritgerðina þína og það er nú ekkert "bara".

HB

Hrönn (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 21:39

4 identicon

hehe já skemmtu þér vel =)

Viktoría (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bakkasystur
Bakkasystur
Systurnar sex og fylgilið....
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband