29.9.2007 | 12:06
Bílpróf bráðum..!
hæhæ =)
Ég var í ökutíma áðan og gekk það bara þokkalega. Held að ég sé loksins búin að ná tengipunktinum, en ég ætla samt að dobbla pabba með mér í bíltúr til að æfa hann aðeins betur. Ökukennarinn minn sagði að ekki vantaði mikið uppá og það gæti vel verið að ég geti tekið bílprófið bráðum =) ég fór í gær og sótti um ökuskírteinið sem þýðir að ég fer væntalega í bóklega í næstu viku.
En já fyrir þá sem ekki vita þá eigum ég og Gróa afmæli eftir viku =) og ég hef verið að hugsa um hvað mig langar í afmælisgjöf og hérna kemur smá listi:
- Skartgripi (sérstaklega gull eyrnalokka og kannski hálsmen í stíl)
- Vettlinga og húfu fyrir veturinn
- ilmvatn
- svona dót til að hengja á spegil í bílnum (það gæti t.d. eitthver perlað það fyrir mig, eins og halla fékk í sinn bíl)
- fartölvutösku
ég man ekki meira í augnablikinu, kannski á samt listinn eftir að lengjast =)
Viktoría
Athugasemdir
Já - gott að fá svona lista... ég skal perla fyrir þig hehe. Gaman að gengur vel í akstri... við reynum að finna tíma til að æfa aksturinn.. kv. Bára
Bára (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 20:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.