23.10.2007 | 14:56
Jæja...
Mér finnst orðið svolítið langt síðan það var bloggað hér á þessari síðu þannig að ég ákvað að skella inn stuttu bloggi.
Það er bara allt gott að frétta af mér, skólinn bara á fullu og mér gengur bara mjög vel. Geiri sótti um í FÁ í gær og það eru mjög góðar líkur að hann komist inn þar sem að þetta er þriðja umsóknin hans og auk þess er vinkona mömmu hans nýbyrjuð að vinna þarna og hún ætlaði að fylgjast með umsóknarferlinu . Þannig að vonandi verðum við bæði í skóla eftir áramót!
Annars ætlum við að skella okkur í leikhús á fimmtudaginn, erum að fara sjá Pabbann. Það er víst mjög skemmtilegur einleikur.
En núna fer tíminn að byrja, ég skora á ykkur hinar að fara að blogga!
Kv. Gróa Rán
Athugasemdir
flottflott
p.s. ég reiknaði ruslpóstvörnina vitlaust. Er það spurning um að ég hefði átt að vera duglegri að læra stærðfræði?
Gróa Rán (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 19:52
ég skal blogga fljótlega í nýju tölvunni minni :D
Viktoría (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 20:39
Já ég fer að setja inn línu - það er bara nóg að gera við svona flutninga,
Takk Gróa fyrir að koma hreyfingu á síðuna, vonandi gengur vel með umsóknina hans Geira.
kv. Hrönn
Hrönn (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 11:20
Já held að það sé komið að mér að blogga hmmmm!!
Vonandi kemst Geiri inn um áramótin, það væri frábært. þá eru allir tengdasynir mömmu komnir í skóla.
kv. Dröfn
Dröfn (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.