25.10.2007 | 19:51
Bloggslóðinn bloggar
Jæja held að það sé komin tími til að ég bloggi aðeins !!!!
Allt gott að frétta úr 74, Leifi er bara ánægður í nýju vinnunni og gengur ágætlega í skólanum, Birna Rún er hörkuvinnukona, dugleg að hjálpa ömmu og afa í fjósinu og Viktor alltaf í skólanum og boltanum.
(Ég held ég viti af hverju ég er óduglegust að blogga, Birnu tókst að príla 7 sinnum upp á borð á meðan ég skrifaði fyrstu línurnar og brjóta eitt glas í leiðinni).
Annars er ég rosalega ánægð í vinnunni og vikurnar fljúga áfram. Er á leiðinni til Köben aftur eftir hálfan mánuð en við erum að fara allt teymið á Norræna ráðstefnu um Lungnaendurhæfingu. Ég fór í húsmæðraorlof í september með MH-saumaklúbbnum til Odense sem var alveg meiriháttar. Þar vann ég hina árlegu keppni um titilinn "Mega-Hryssa ársins" og hlaut að launum þennan líka flotta verðlaunagrip. En í ár var keppt í pokahlaupi.
Ég held að ég hafi valið mér rétt starfsvið þar sem að ég fæ að vera á hreyfingu meira og minna allan daginn, spurning hvort að Birna verði atvinnu klifrari í framtíðinni.
Ætlaði líka að setja inn mynd af Viktori og Guðna og köku sem þeir bökuðu einn eftirmiðdaginn en það gekk ekki, ég set hana inn seinna við tækifæri.
Kveðja bakkasystir nr. 3 og bloggslóðinn
Athugasemdir
Flott blogg :)
Ég held að Birna eigi eftir að verða fimleikadrottning =)
Viktoría (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 08:53
Flott að allt gengur vel hjá ykkur .
Ég og Geiri þurfum svo að koma að passa aftur bráðum þar sem að ég á eftir að sjá Ace Ventura 2 .
Gróa Rán (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 10:20
Tek þig á orðinu Gróa, aldrei að vita nema okkur detti í hug að fara í bíó við tækifæri (hmmm!!! man ekki hvenær við fórum í bíó síðast, held að það hafi verið Lord of the rings 2).
Dröfn (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 11:04
Fínasta blogg... Gróa þú skuldar mér líka um 50 skipti þar sem sería II og III er búin að vera í útláni.
hhehe.... ég kláraði í gærkveldi.... gat bara ekki hætt þegar tveir þættir voru eftir.
kv. Bára
Bára (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 13:33
Ég passa nú öðru hvoru Hrafnhildi og Guðna á miðvikudögum, en ef þér vantar pössun Bára þá máttu auðvitað hringja í mig
Gróa Rán (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 12:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.