30.10.2007 | 22:26
Tölva
Sælar systur og fleiri sem kannksi lesa.
Hér sit ég og blogga í nýju tölvunni minni sem er rosalega flott. Það var löng bið á biðlista eftir að fá hana þessa og ég er mjög ánægð með að henni sé lokið. Ég var ekki bjartsýn á að fá hana á næstunni þannig ég ákvað að reyna að vera framsýn og setja peninginn fyrir henni inn á kostabókina mína sem læsir peninginn í 10 daga svo ég myndi ekki óvart byrja að eyða af honum áður en ég gæti keypt tölvuna. Rúmlega klukkutíma eftir að ég millifærði peninginn inná kortabókina hringdu þau frá Apple. Ég reyndar var í skólanum þá en eftir mjög langa bið í símsvaranum (Þú ert númer..fimm í röðinni. Allir þjónustufulltrúar eru uppteknir (Ohh ég þoli ekki svona!!)) þá náði ég í þá aftur og þeir tilkynntu mér það að tölvan mín væri komin og frátekin fyrir mig í dag og á morgun (í gær og í dag) en svo myndu þeir láta næsta á biðlista fá hana. Ég sem ætlaði að reyna að vera rosalega klár og spara peninginn minn en læsti hann inni í staðinn. Til þess að ég myndi ekki missa af tölvunni þá lánaði góða mamma mín mér peninginn í 10 daga svo tæknilega séð á mamma tölvuna í 10 daga. Tölvan er allaveganna rosalega flott og það fylgdi með fjarstýring þannig að ef ég er að flytja fyrirlestur í skólanum get ég verið rosalega professional og skipt yfir á næstu glæru með fjarstýringu. Það er líka ljós í lyklaborðinu þannig að ef að það er myrkur t.d. ef ég er að hlusta á fyrirlestur þá get ég haft ljós og séð vel á lyklaborðið eða ef ég vill vera í tölvunni uppí rúmi þegar Daníel er sofandi og vill hafa slökkt ljósið. Mjög flott. Eins og sumir heyrðu kannksi um helgina þá missti ég næstum röddina og talaði eins og önd eða Marge Simpson eins og Daníel orðaði það. Þegar ég var í íþróttum í gær þá vorum við byrjaðar í badminton þegar kennarinn las upp.
Íþróttakennari: Halla
Ég hás: já
Íþróttakennari: Halla..?
Ég hás: já ég er hérna.
Íþróttakennari: Halla? Var Halla ekki hérna einhverstaðar áðan?
Ég hás: (Legg niður badmintonspaðan fer í gegnum tvo badmintonvelli og alveg að kennaranum) Já ég er komin Íþróttakennari: Já þarna ertu.
Vegna veikindanna þá gekk mér illa lesturinn fyrir munnlegt próf í íslensku sem er á morgun úr bókinni Brotahöfuð eftir Þórarinn Eldjárn og þurfti ég þessvegna að eyða deginum í að lesa. Og ég kláraði bókina áðan sem ég tel mjög mikið afrek að hafa náð halda mig við það að lesa með nýju tölvuna mína í sama herbergi. Við Daníel ætlum svo að kaupa svona snúru þannig ég get flutt myndirnar mínar og gögnin sem ég er með á hans tölvu beint yfir á mína. Og svo fæ ég photoshop hjá pabba hans danna og office pakkann hjá mömmu. En nú ætla ég að undirbúa mig aðeins betur fyrir prófið.
kv. Halla
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.