1.11.2007 | 00:28
Flutt
Sæl öll sömul
Þúsund þakkir til þeirra sem hjálpuðu mér í flutningunum - það er mjög gott að eiga svona stóra fjölskyldu.
VIð erum í óðaönn að koma okkur fyrir og er þetta að verða ansi heimilislegt, þó að það sjáist ennþá nokkrir kassar. Við eyðum kvöldunum í að skrúfa saman hluti frá IKEA og hér má sjá prinsessuna á bænum.
VIð erum að fara í sumarbústað á morgun og verðum fram á mánudag, á sunnudaginn verður kaffi fyrir Rakel en hún varð 10 ára í gær. Ykkur er velkomið að koma í heimsókn ( bæði dags eða lengri heimsóknir (muna bara eftir sængurfötum ef þið ætlið að gista). Ég og Skjöldur Orri skorum á Gróu, Viktoríu og Geira í CATAN.
Bústaðurinn er á lokastíg 1, Ásgarðslandi í Grímsnesi (keyrt þjóðveg 1, beygt inn til vinstri biskupstungnabraut nr 35, ekið fram hjá þrastarlundi og beygt þar til vinstri, þingvallaveg númer 36 og keyrt áfram þangað til komið er að bæ sem heitir Ásgarður þá er beygt til hægri á Búrfellsveg nr. 351 og svo er keyrt að lokastíg og erum við til hægri í húsi númer 1.
Ég verð með símann minn
kveðja HRönn
Athugasemdir
Ég prófaði 7 sinnum að hlaða inn myndinni af Ásthildi og öddu í nýju kojunni með himnasængina og gullstjörnunum. En það tókst ekki þið verðið því bara að ýminda ykkur hana - hún er algjör prinsessa
kv.
Hrönn (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 12:45
Já - ég sé þær prinsessur algjörlega fyrir mér... hlakka til að kíkja í heimsókn.
kv. Bára
Bára (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 19:34
Hlakka til að sjá prinsessurúmið og hvað það er fínt :)
kv. halla
Halla (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 22:38
Þetta er mjög flott rúm..og prinsessu himnasængin er rosalega flott =)
Viktoría (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 07:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.