6.12.2007 | 19:22
Jólagjafahugdettur
Sælar.
Ég er búin að setja saman smá jólagjafahugdettulista og þar sem að Daníel er búin að ákveða hvað hann ætlar að gefa mér og banna mér að stinga uppá gjöfum við sig.. þá verð ég bara að kasta hugmyndum mínum á ykkur.
Mig langar í :Desperate Houswifes seríu 3,
Harry Potter seinustu bók,
Teppi,
Penna ,
Griffluvettlinga (því það er svo kalt að flagga í vinnunni en ég get ekki gert það með venjulegum vetlingum)
Svona utan um stýrið á bílnum.
Svo er búð sem heitir Kisan á Laugarveginum með fullt af sniðugu dóti sem mig langar í.
Ef einhver vinnur í lottó eða verður alltí einu ótrúlega ríkur þá langar mig í:
Photoshop forrit í tölvuna mína
Fjólubláa kápu
Þythokký, Billjard og Fótbolta borð allt í einu borði.
Athugasemdir
Ég skal muna að kaupa lottó og ef ég vinn fyrsta vinning þá kanski gef ég þér eitthvað af listanum. En mér líkar við Daníel... Munið þegar ég og Viktoría sáum um jólagjafir eitt árið og lögðum mikið á okkur að finna eitthvað sem var EKKI á listanum... alveg ofboðslega sniðugar... jólagjafir eiga að koma á óvart..Reyndar var ég komin með lista sjálf.. ein bók sem ég er reyndar búin að lesa, ipod hulstur fyrir leikfimina og regnbuxur..
kveðja
BB (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.