Leita í fréttum mbl.is

Systraferð og fleira

Sælar systur.  Langt síðan ég bloggaði síðast. Lífið hefur nú bara gengið sinn vanagang hér á Írabakkanum nema kannski þessa viku. Hún er búin að vera frekar óvenjuleg. Á þriðjudaginn vorum ég og Gunnar búin að vera saman í 10 mánuði og eyddum við deginum í rúminu,,,,,,,,, ekki eins rómantískt og það hljómar, lágum sofandi með skúringafötu sitthvoru meginn. Langt síðan ég hef orðið svona lasin. Ásthildur er búin að vera með kvef og hósta og er búin að vera heima frá skóla mesta hluta vikunnar. EN á miðvikudaginn voru bara verkjatöflur bruddar og farið yfir í Jörfabakkann og þrifið - hann var svo afhentur í gær, borgaður eftir kaupsamning þannig að þá er ég laus við hann. Voða ánægð að vera bara með eina íbúð.

En nú er komin tími á skipulagningu fyrir jólin .. og þar sem engin virðist vera komin með skipulagstillögur verð ég bara að taka þær að mér. Allir þurfa að fara að senda inn óskalista um hvað þeim langar í jólagjöf (sumir búnir af því ) og við þurfum svo að fara að ákveða hver kaupir hvað og hvenær!!!!!

Dagar sem ég er í fríi fram að jólum og Ásthildur heima við og við komust í systraferð eru:

miðvikudagur 12 des (ást búin í skóla 13:20),

  Miðvikudagur 19 des (ást en í skóla - sennilega búin 13:20).

Síðan er ég í fríi 18 des en þá förum við mæðgur í klippingu og er svo ekki 2 ára afmæli.

Ég er svo í frí helgina fyrir jól en þá er Ásthildur hjá pabba sínum. - ok ég hélt að ég ætti nú fleiri frí daga en getum við ákveðið annaðhvort miðvikudaginn. Ég er svo á morgunvöktum fullt af dögum og þá búin hálf fjögur - fjögur, þeir dagar kæmu til greina sem vara.

En það sem ég er komin með á jólagjafalistann minn eru

Bækur (langar í framhaldið af Karitas án titils) en helst vil ég bara kiljur þær taka miklu minna pláss og eru ódýrari.

Mig vantar húfu, vettlinga og trefil

Hárblásara - minn þoldi ekki flutning yfir í Írabakkann

Mig langar í svona undir diska og bretti (eins og ég fékk einu sinni)

Mig langar í body lotion eitthvað milt

Ég væri alveg til í jólaóróa frá georg jensen - ég á tvo 2001 og 2005

Ég þarf svona lyklahús (Gunnar er stundum pirraður yfir hvað ég þarf að leita oft að lyklum)

Síðan vantar mig föt og úlpu, kápu en ætli það sé ekki best að ég máti það sjálf.

Svo væri nú hægt að gefa mér eitthvað útilegu dót , myndir á veggi (HALLA),  geisladiska, dvd, náttborð og að sjálfsögðu er alltaf hægt að gefa mér skemmtileg spil. t.d. risk eða eitthvað annað.

kveðja Hrönn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með 10 mánuðina Gunnar og Hrönn, vonandi verður ársafmælið aðeins rómantískara.

Mér líst vel á miðvikudaginn 19. og þá væri voða gott ef við værum búnar að skipta með okkur að kaupa sem flestar jólagjafirnar áður þannig að við ættum sem minnst eftir í systraferðinni og gætum bara átt notalega stund saman systurnar, farið á kaffihús og leyft krökkunum að velja gjafir hvort fyrir annað.

Kveðja Dröfn

Dröfn (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bakkasystur
Bakkasystur
Systurnar sex og fylgilið....
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband