12.12.2007 | 22:37
Nám - mútur - Nám
Sælar
Best að láta aðeins í sér heyra annað en jólagjafalista (- stelpur mínar ef ég kaupi gjafirnar í ár þá verður það ekki eitthvað af listunum -) .
Við höfum það nokkuð gott hérna á Kjalarnesinu. Reyndar stakk flensan sér niður hér og er Hrafnhildur Katrín búin að vera meira og minna veik þennan mánuðinn. Hún er komin á meðalaskammt við lúngabólgunni og er ég að reyna nýtt ráð sem kallast öðru nafni MÚTUR. Það er nefnilega svo erfitt að koma ofan í hana meðalinu. Nýja tæknin er sú að súkkulaði er sett á borðið og henni boðið það eftir meðalaskammtinn. Gekk ágætlega en varð reyndar að gefa henni meðalið í tveimur skömmtum í gærkveldi og gaf henni súkkulaðið í hálfleik. Nú í kvöld var sú stutta sneggri en mamman og nappaði súkkulaðinu meðan ég var að hella meðalinu í skeiðina... í stuttumálisagt fékk hún 5 bita af súkkulaðinu og næstum allt meðalið ....
Guðni Kristinn sér um að allir skór séu í gluggum og sér um súkkulaðidagatölin á morgnana. Hann hneykslast á krökkum sem halda að mæður gefi í skóna. Hann vill fá plastasjon 3 (lesið eins og skrifað - ísl. framburður) í jólagjöf en eftir smá rabb komumst við að því að það væri sniðugra að fá eitthvað ódýrara og borga lánið af húsinu (kostar nefnilega jafn mikið). Hann heyrði líka í fréttum af manni sem eyddi svo miklum pening í spilakassa að hann varð að selja húsið sitt. Hann ætlar frekar að kaupa hús en að spila svona mikið í spilakössum þegar hann verður fullorðinn. Það gladdi mitt móðurhjarta.
Vegna veikinda og annarra LÖGlega afsakanna fór Báran aðeins út af sporinu í náminu og varð í fyrsta sinn á ævinni að biðja um frest á verkefnaskilum. Það reyndist henni mjög erfitt en eins og góður vinur sagði: "Bára það er hollt að vera kærulaus"og reyni ég eftir fremsta megni að fara eftir þeim heillaráðum. Það reyndist ekki vera vandamál að fá frest og er síðasta verkefni annarinnar óðum að mótast í tölvunni og leið og ég ýti á send takkann (föstudag/laugardag) þá fer ég í langþrátt jólafrí. Próf og önnur verkefni hafa gengið ljómandi vel.
Myndavélin mín er afskaplega leiðinleg og er ég nánast hætt að nenna að taka myndir - sem er nú synd því að alltaf eru börnin mín jafnfalleg en ég gafst upp á að taka mynd af þeim nýklipptum til að skreyta bloggfærsluna..
Hafið það gott
kv. Bára
Athugasemdir
hehe og hvaða LÖGlegu afsakanir eru það ? :)
en flott blogg =)
Viktoría (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 22:51
Úff já varð vitni af því hvað hún litla sæta Hrafnhildur Katrín getur verið ákveðin þegar hún bítur eitthvað í sig eins og að ætla EKKI að taka meðalið (hehe) bara varirnar klemmdar saman og tungan út.
Gangi þér vel á lokasprettinum
Kveðja Dröfn
Dröfn (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 09:32
Takk takk - dóttir mín vill ekki súkkulaði en við erum hálfnaðar með meðalaskammtinn.... núna er það jólasmákaka sem notaðar eru í mútur. Það er auðveldara að hella upp í kú en hana dóttur mína... hvaðan hefur hún þessa þrjósku..??
Bára (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.