27.12.2007 | 12:41
Gleðileg Jól
Sælar systur og aðrir lesarar
Hér kemur jólakveðja úr Írabakkanum. Jólin hér eru búin að vera afslöppuð og yndisleg. Ég var að vísu að vinna bæði aðfangadag og jóladag. Gunnar stóð yfir pottunum og undirbjó kvöldið og var árangurinn mjög góður, æðisleg sveppasúpa í forrétt, hamborgarahryggur og meðlæti í aðalrétt og svo toblerone frauð í eftirrétt ásamt ís. NAMMI NAMM
Gunnar tengdapabbi og Þóra kona hans og Magnús sonur hennar voru hjá okkur og var það mjög gaman. Þau fóru svo um níu leytið heim því að Magnús var orðin svo spenntur í að opna pakkana. Gunna Viktoría og Skjöldur Orri komu svo í heimsókn síðar um kvöldið. Allir fengu góðar gjafir og fékk ég þennan fína tölvuskjá frá Gunnari - ég gerði mér ekki grein fyrir hvað hinn var orðin hryllilega lélegur, ætli ég breytist ekki endanlega í tölvusjúkling en það er gott að vera búin að fá skjáin fyrir greinina sem ég þarf að semja í hjúkrunarblaðið ( mamma verður ekki sú eina sem skrifar í blöð!!). Í morgun er ég búin að liggja í afslöppun og lesa Óreiðu á Striga sem Ást gaf mér í jólagjöf - sú bók er ekkert síðri en fyrri bókin Karítas. Ásthildur er að koma heim frá pabba sínum og ætlar Adda vinkona hennar að koma í heimsókn og fara á snjóþotu. Rakel kemur svo í kvöld eða á morgun og verður líklega fram á nýtt ár. Adrian Ari er í Póllandi og kemur ekki heim fyrr en 8 janúar.
En ég er komin í frí fram á nýtt ár - hef aldrei fengið svona mikið frí um jólin og ætla sko að njóta þess. Ég verð að mestu heima hjá mér ef einhver vill kíkja í heimsókn og t.d. spila.
kveðja HRönn
Athugasemdir
ætlaði nú að setja inn myndir af mér og Ást en gekk ekki í þessari tilraun
kv. HRönn
Bakkasystur, 27.12.2007 kl. 14:02
já ég er sko til í að spila =) ætli ég verði ekki fastagestur hjá þér fram að áramótum :P
Viktoría (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.