Leita í fréttum mbl.is

Orðabók barnsins

Orðaforði eykst dag frá degi og er tekið eftir hversu mikið henni fer fram. Þó eru nokkur atriði sem enginn skilur nema sem til þekkir.

Ég vil fá skitterinn: Það er ekki ljóst hvort þetta þýði skeið, gaffall eða hnífur. Gæti verið sambland af þessu en þetta er orð sem hún notar óspart. Kannski verður þetta seinna meir nýyrði fyrir tegund af hnífapörum en líklegra er nú að þetta gleymist.

Besti: Föðurnafn Drafnar frænku. Hún er ekki Birgisdóttir heldur besti. Heimildir eru fyrir því að frænkan hafi hjálpað til við þessa nafngift en síðar fékk þessi nafngift tengingu við jesú - en vinsælasta lagið um þessar mundir er jesú bróðir besti.

Mamma viltu taka mér: Þetta snýst ekki um skilningsleysi móður á dóttur sinni, pönktímabili, náttfatatísku eða einhverju sambærilegu, það er í merkingunni að taka mér eins og ég er, heldur er einfaldlega persónufornafnið ég notað í þágufalli í stað þess að vera í þolfalli. Hvort að þetta sé undanfari þágufallssýki (sem þekkist í fjölskyldunni) er ekki hægt að meta á þessari stundu.

Hvað ertu geir?  Það er ekki verið að ræða um Geir, Geira eða atgeir heldur er verið að spyrja hvað ertu að gera?

Ef stúlkan spyr má ég renna mér? er ekki verið að biðja um að fara út á róló í rennibraut heldur hefur hún fundið einhvern sem er í renndri peysu. Það er óbilandi úthald í þeirri iðju og eina ráðið til að losna er að vera loðinn á bringunni og án bols. Þá rennir hún ekki nema einu sinni.

hkb_hairhaelar (3)Bláska:  Helsta kenningin er að þetta sé sambland af blása og blástu með auka k hljóði þarna á milli. "Má ég bláska núna?"

"Já þú mátt blása".

 

Kveðja Bára

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún er náttúrulega bara yndisleg og svo ótrúlega klár líka, það eru ekki allir sem fatta hið raunverulega eftirnafn mitt.

Kveðja Dröfn Besti

Dröfn (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 10:10

2 identicon

hehe gott að vita smá um orðaforðann.. þá kannski skilur maður hana betur þegar ég er að passa =) annars er hún reyndar mjög auðskilin :)

Ég held að Bára fái titilinn "Duglegasti Bloggarinn" af okkur systrunum..

Viktoría (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 11:32

3 identicon

Já ég er sammála þér Viktoría..Bára er duglegust að blogga...en við yngri systurnar höfum smá afsökun...við eigum ekki svona yndisleg börn til að blogga um . En annars flott blogg Bára og nú ætti maður að skilja rúsínuna aðeins betur .

Gróa Rán Birgisdóttir (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 16:03

4 identicon

Þið getið bara bloggað um þjóðfélagsmál í staðinn.... en það verður að halda svona síðum gangandi.. kv. Bára

BB (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 21:29

5 identicon

Já - Hún kallaði mig nú besti í systraferðinni. Kanski hafi ég verið svona heilög.

En hverjar voru það sem borguðu og hverjar(-ir) borguðu ekki í pizzuveislunni.

kveðja Hrönn

Hrönn (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 19:23

6 identicon

Það eru sparnaðaráætlun í gangi á þessu heimili þannig að ég hef örugglega ekki borgað

Bára (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bakkasystur
Bakkasystur
Systurnar sex og fylgilið....
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband