Leita í fréttum mbl.is

Orðabók barnsins - 2. kafli

Appelsínuafi: Mjög vinsæll drykkur á okkar heimili... lestu orðið aftur þar vantar s.

  HKB_jan_nypeysa003

Afmæli: annað hvort á einhver afmæli eða hún er að kalla á ömmu langömmu. Einhverntíman í afmælistörninni nóvember – desember runnu þessi orð saman með þeim afleiðingum að hún kyssir afmælið bless þegar langamma fær koss. 

kraprika: afskaplega erfitt að ná stjórn á lítilli tungu í verslunarferð prakripa, krapipa, parprika – hún vildi ekki papriku í kvöldmat.

 

Má ég glósa núna? Já þetta heyrist í alvörunni hjá 2 ára snótinni og þá er röðin komin að henni með glósupennann. Eftir smá stund sjást bleikar línur á blaðinu og svo fær mamma hennar aftur pennan. Námsstundirnar eru dýrmætar.

 

Samtal: „Ég get ekki gengið.” Nei mamma heldur á þér. „Ég get ekki gengið núna.” Nei það er allt í lagi mamma ætlar að halda á þér yfir bílastæðið. „Ég vigl ekki láta halda, ég get ekki gengið.” Eftir nokkur tár varð það ljóst að orðið ekki var ofaukið hjá stúlkunni. Hún GETUR GENGIÐ SJÁLF.

Kveðja Bára


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mjög gaman að geta aðeins fylgst með þróun orðaforðans hérna á netinu fyrst maður er ekki duglegur að fara uppeftir :)

Halla (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 18:48

2 identicon

Algjör rúsína, hún þarf að fara að koma í heimsókn og leika við GUnnarrr

Hrönn (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bakkasystur
Bakkasystur
Systurnar sex og fylgilið....
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband