28.1.2008 | 23:25
blogga smá =)
Ákvað að blogga smá.. þar sem Bára er búin að vera duglegust að halda þessari síðu uppi.. þá ákvað ég að sýna smá lit og koma með blogg :)
Ég er bara á fullu í skólanum eins og vanalega :) alltaf mikið að gera þar.. Svo eru bara 31 dagar í LONDON!! :D var í leiklist áðan og það er loksins búið að finna hótel handa okkur :) verðum miðsvæðis í London svo það er ekki langt að fara í búðir og leikhús o.fl.
Ég er einmitt á fullu í fjáröflunum fyrir London-ferðina.. er búin að vera selja kaffi og safna dósum :) margir krakkar í skólanum halda að ég sé voða fátæk og eigi ekki pening í mat og þurfi þess vegna að safna dósum í hádegishléum :P hehe en þau mega alveg halda það .. =)
Síðan erum við í leiklistinni á fullu að æfa fyrir sýningu sem við ætlum að setja upp.. Kostar 500 kall inn og er hún haldin 12. feb í Borgarholtsskóla! Hvet ég ykkur til að mæta og styrkja okkur :) ég er reyndar ekki að leika.. heldur sé ég um miðasöluna og flest allan undirbúining :)
en já ætla ekki að hafa þetta lengra núna..
Skora á Dröfn að koma með Pönk blogg næst! :)
Viktoría
Athugasemdir
Um hvað er sýningin?
Gróa Rán (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 10:02
Heyr heyr... pönkblogg... það er líka pönklagasamkeppni á RÁS2. En gangi þér vel Viktoría. Ég kemst örugglega ekki en ætla að gefa þér 500 kr. í London styrk...
kv. Bára
Bára (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 13:55
Þetta eru mörg lítil atriði.. svipað eins og við gerðum í Borgarleikhúsinu :)
en Bára þú þarft ekkert að gefa mér 500 kr í London styrk.. ert búin að kaupa af mér 3 kaffipakka ;)
Viktoría (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.