7.2.2008 | 13:28
Öskudagur á Kjalarnesinu - framhald
Mikið var nú gaman á öskudaginn. Viktor og Guðni voru alveg sammála um það að það væri ekki nógu oft að hafa öskudaginn bara einu sinni á ári. Þeir voru sko MJÖG ánægðir með að geta fengið nammi að launum fyrir söng og komu heim með væna hrúgu hvor.
Birna og Hrafnhildur héldu öskudagsballinu áfram hérna heima og léku sér og dönsuðu. Ballerínan breyttist í ballerínu-mús en Indjáninn vildi ekki svona eyru.
Eftir kvöldmat fóru svo allir í sturtu eða bað og það var sko FJÖR í baðinu hjá þeim frænkum saman. Eftir baðið fóru svo allir að kúra og skoða bækur og svo kom Bára fljótlega að sækja sætu börnin sín.
Setti nokkrar myndir í viðbót í öskudagsalbúmið
Kveðja Dröfn (sem er í bloggátaki)
Athugasemdir
Sætustu frænkur í heimi
Gróa Rán (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.