8.2.2008 | 10:51
kominn tími á blogg frá mér...
Sælar systur og fleiri
Það er bara allt gott að frétta af mér. Ég átti að fara í verklega bílprófið núna í morgun en því var frestað vegna veðurs þannig að ég fer líklegast í það einhverntímann í næstu viku.
Geira gengur mjög vel í skólanum og hann er mjög ánægður þar, hann skilur ekki afhverju hann fór bara ekki þangar fyrst . Hann fær mjög mikinn stuðning frá kennurum sem hann fékk ekki í MK sem er alveg frábært.
Annars er ekki mikið að frétta af okkur....við erum bara í skólanum og svo förum við í ræktina 2svar í viku...rosa dugleg .
En ég ætlaði bara að skella hér inn stuttu bloggi...bara láta vita að ég er enn á lífi...ég hitti ykkur systur svo sjaldan þar sem að ég er aldrei heima.
En þetta er nóg í bili...ég skal reyna að vera duglegri að blogga í framtíðinni.
Kv. Gróa Rán
PS: Ég set hérna eina mynd..er bara að tékka hvort það virkar.
Athugasemdir
Ég bý að Írabakka - það er alveg óhætt að koma í heimsókn . Fúlt að bílprófi sé frestað vegna veðurs.... en gangi þér vel í næstu viku.
kv, Hrönn
Hrönn (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 12:46
Sætt par.. ég vona að veðrið fari að batna en gangi þér vel í akstrinum. Það verður nú fínt að fá bílprófið. Þá getur þú keyrt í heimssókn ;o)
kv. Bára
Bára (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 14:50
ps... ég fer nú 3x.... fór í spa á miðvikudaginn og var svo afslöppuð að ég gekk út án þess að borga matinn... ein utan við sig... en ég hringdi nú niðureftir og borgaði daginn eftir.
kv. Bára
Bára (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 14:52
Góð mynd af ykkur.
Gaman að heyra frá ykkur skötuhjúum.
Kveðja Dröfn og co.
Dröfn (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.