Leita í fréttum mbl.is

tími á blogg?

Hæhæ :)

Ég ætla telja upp fyrir ykkur það sem ég hef verið að gera og það sem er framundan hjá mér.

 

  •   Þessi vika í skólanum er búin að vera frekar tjilluð. Á mánudaginn var bara venjulegur skóladagur fram að hádegi. Þá fór ég ásamt leiklistaráfanganum í Borgarleikhúsið og við fengum að skyggnast þar baksviðs. Reyndar hef ég séð það flest áður enda hef ég leikið á litla sviðinu í Borgarleikhúsinu! (Talandi um að eiga fræga systur!) En það var samt mjög gaman :)   þriðjudagurinn var svo bara venjulegur. Á miðvikudaginn byrjuðu svo Skóhlífadagarnir. Ég mætti í skólann klukkan 9 og fór þá á Evrópska kvikmyndahátíð en á henni horfði ég á Oliver Twist. Síðan klukkan eitt fór ég á forsýningu á Step up 2: The Streets. Á fimmtudaginn mætti ég svo 9 í skólann og fór á fyrirlestur um Vantrú. Mér fannst þetta mjög áhugaverður fyrirlestur, sérstaklega þar sem trúleysingjarnir sem héldu hann voru einmitt að tala um þá trú sem ég trúi. Ég hefði getað rökrætt endalaust við þá, en ákvað þó að halda aðeins aftur að mér. Það kom mér samt á óvart að þessi fyrirlestur dró ekkert úr trú minni, heldur styrkti hana enn frekar.
    Síðan um kvöldið var Glæsiballið. Ég ákvað að spara peningana og fann mér kjól úr fataskápnum, í stað þess að eyða fullt af pening í glæsilegan kjól. Samt sem áður var ég mjög glæsileg og ég skemmti mér konunglega :) Fyrir þá sem ekki vita er Glæsiballið vímuefnalaust ball þar sem nemendur koma saman í skólanum, borða góðan mat sem kennarar þjóna manni til borðs og horfa á skemmtiatriði. Veislustjórinn þetta árið var Björgvin Franz og var hann ótrúlega fyndinn. Eftir það fór ég svo heim og sit núna og blogga þetta blogg.
  • Það er sem framundan hjá mér er hinsvegar mjög svo skemmtilegt. Ef það hefur farið fram hjá ykkur þá er ég nefninlega á leiðinni til London! Ég fer aðfaranótt fimmtudags í NÆSTU viku. Semsagt eftir viku þá verð ég ótrúlega töff að upplifa þvílíka menningu í London. Ég er ekki alveg komin með fulla dagskrá í hendurnar en ég veit hins vegar að við förum allavega á þrjár leiksýningar. Við sjáum Wicked, Lion King og Spamelot. Svo munum við einnig skoða Globe, en það er leikhúsið þar sem hinn frægi William Shakespeare setti upp sín fyrstu verk. Einnig munum við fá tíma til að versla og hlakka ég mjög til að skoða búðirnar á Oxford Street. Ég kem svo aftur heim til Íslands seint á sunnudeginum.

en jæja klukkan er orðin margt.. er að hugsa um að reka þessa sætu ketti út úr herberginu mínu og fara að sofa.

Snúlla hefðarkisi

 

 

 

 

 

 

 

 

Viktoría


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mundu bara eftir æðislegustu ljóshærðu tvíburasystur þinni þegar þú ert að versla í London

Gróa Rán (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 11:34

2 identicon

Heee - hheee - A systir - Elsku A systir.. mundu eftir henni frekar..... Nei segi nú barasvona.. mundu eftir sjálfri þér... og góða skemmtun í djamminu.. Vantar inn í bloggfærsluna miklu meira og merkilegra..afmæli - afmæli..- afmæli - afmæli....

heyrumst. Bára

BB (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 15:48

3 identicon

Nóg að gera hjá þér Viktoría.

Váááá hvað það verður gaman hjá þér í London.

Kveðja

Dröfn (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 16:42

4 identicon

Ef þú kaupir eitthvað fyrir systur þínar þá hlýtur það að vera fyrir afmælisbörnin ekki satt.

kv. Hrönn

Hrönn (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 11:42

5 identicon

hehe ég ætla bara mest að hugsa um sjálfan mig úti í London :)  

Viktoría (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bakkasystur
Bakkasystur
Systurnar sex og fylgilið....
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband