26.2.2008 | 10:03
Meðgöngu-hugleiðingar.
Sælar systur og fleiri.
Ég var að skoða einhverja meðgöngu-síðu á netinu og ég er búin að komast að því afhverju mamma á bara stelpur.
Ég var að lesa um ýmis tákn sem gætu gefið til kynna hvort kyns barnið sé og þar stóð meðal annars að ef að móðirin þráir sætindi gefur það til kynna að barnið sé stelpa. Eins og þið vitið er móðir okkar algjör nammigrís og þessvegna á hún bara stelpur!
Ég er samt engu nær um hvors kyns mitt barn er þar sem að ég var ekki með morgunógleði sem gefur til kynna að barnið sé strákur, en svo sef ég á hægri hlið sem gefur til kynna að það sé stelpa. Ég á ekki fyrra barn þannig að ég get ekki séð það á því hvort fyrra barnið sagði pabbi eða mamma á undan. Sögðu Viktor og Guðni báðir mamma á undan? Ætli við höfum þá allar sagt mamma á undan? Nema kannksi Gróa og Viktoría það ætti ekki að skipta máli.
Annars stendur að þetta séu bara þjóðsögur og alls ekki eigi að taka þessu sem læknisfræðilegum staðreyndum. OOoo ég sem hélt að ef ég horfði í spegil þá gæti ég pottþétt vitað hvors kyns barnið væri eftir því hvort sjáöldrin stækkuðu eða minnkuðu. Við förum í sónar 1. apríl.
kv. Halla
E.s. Daníel er með kenningu að ef að barnið kemur fyrir áætlaðann tíma og allt gengur hratt fyrir sig erfi það mína skapsmuni og óþolinmæði en ef það lætur bíða eftir sér verði það rólegt eins og hann.
Athugasemdir
hahah :) skemmtilegt blogg =)
Viktoría (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 10:28
Haha, góð kenning hjá Danna..ég held að þetta sé alveg rétt hjá honum ;)
Gróa Rán (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 10:41
Hvernig ætli þetta virki ef þú ert með strák og stelpu!!!! En ég held að það sé bara best að bíða eftir fæðingunni til að fá allt á hreint. Sónarinn getur reyndar verið nákvæmur ef þess er óskað. En það verður gaman þegar þú ferð í sónar og fá að vita dagsetningu og svoleiðis, það er spurning hvort þú sért síðar en 080808. kveðja Hrönn
p.s Halla ert þú óþolinmóð...... ég hélt bara að það væri ekki til í minni ætt!!!!!
HB
Hrönn (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 10:41
Hehe já við ætlum bara að bíða með að fá þetta á hreint þangað til í fæðingunni. Já 080808 væri góð kennitala, en ég vona að það verði þá snemma um daginn því Daníel er að fara á Eric Clapton um kvöldið og vill helst ekki missa af því. Það verður þá bara einhver annar að koma með mér :P
Bakkasystur, 26.2.2008 kl. 10:47
Ég hugsa að ég fari á Clapton þannig að ég kemst ekki.... þrusugott blogg. Þetta með ógleðina passar reyndar í mínu tilviki... enginn með HKB en mikil með GKB. Þetta verður spennandi og gangi ykkur vel.
kv. Bára
ps. óþolinmæði -- hef aldrei orðið vör við það í okkar ætt.... stundum stendur maður með sínum...
Bára (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.