Leita í fréttum mbl.is

Dracco, fótbolti og orðabók barnsins.

Nýjasta vinsældin á okkar heimili eru Dracco karlar (höfuð). Reyndar búnir að vera vinsælir lengi en þær aukist upp á síðkastið. Fyrir þá sem vita ekki hvað Dracco er má benda á síðuna www.dracco.com draccoen hún er vinsælt lesefni um þessar mundir. Samkvæmt síðunni eru tegundirnar alls 40 (reyndar var mér sagt að 5 tegundir hefðu bæst við) og eru þeir mismunandi í lögum og sama tegund getur komið í mörgum litum. Þeir eru líka misalgengir og verðmætir að sama skapi. Stundum er nauðsynlegt að bítta þremur og fá bara einn í staðinn. Guðni Kristinn á orðið töluvert margar tegundir. Ef P1010082ég dreg karl upp úr ísboxinu (hann á ekki Dracco tösku) þá getur hann sagt númerið án þess að þurfa að hugsa sig um. Ég á hins vegar aðeins eitt Dracco höfuð. Minn kallast einhyrningurinn og er númer 19 en hornið er samt smá saman að mást af honum og hugsa ég að hann verði framvegis númer eitt enda frumburðurinn á heimilinu.

Frumburðurinn hefur nú líka margt annað fyrir stafni þessa dagana. Hann hvetur móður sína óspart til að fara í leikfimi en hvatinn að henni er kanski ekki alveg heilsufar móðurinnar heldur er snáðinn að verða átta sP1010077em þýðir að hann má fara einn í sund og það er nýtt til hins ítrasta. Fótboltinn er annað áhugamál og spilar snáðinn í marki með UMFK. Þeir eru búnir að keppa á móti Víkingum, Þorlákshöfn, Hrunamönnum og Skagamönnum og eru bara nokkuð góðir og hafa ekki tapað leik ennþá.

 


Það er margt að gera hjá örverpinu þessa daga og vikur. Hún er sjaldan aðgerðalaus og bætast við ný orð daglega. Segja má að snótin sé altalandi en eitt og eitt orð þarfnast útskýringa. Kýrnar í fjósinu á Bakka misstu sig nú ekki og voru hinar rólegustu í mjöltunum. En þegar mjaltavélarnar skjótast sjálfvirkt af þeim má heyra í þeirri stuttu: "Sjáðu hún missti sig". Ef daman er svöng kemur fyrir að hún biður um rúkkurt en það þýðir jógúrt og er vinsæll matur á þessu heimili (já móðirin skrifar ritgerðir í stað eldamennskunnar) ef jógúrt er ekki til má alltaf biðja um klex. Það er ekki kex eins og ónefnd amma hélt heldur kornflex. Síjós er líka í uppáhaldi hjá henni á morgnana. Hún er stundum til í að fara í worlkarl í leikfimi þó svo að hún þurfi að vera í barnagæslunni á meðan.

Sjálfstæðisbaráttan er sterk um þessar mundir: Hún vill klæða sig sjálf, skipta á sér sjálf, og þvo sér sjálf (ekki samt hætta með bleiju), fara í bílstólinn sjálf og út úr bílnum sjálf, borða sjálf, bursta tennurnar sjálf, lesa sjálf, baða sig sjálf og brytja matinn sjálf. Hún telur líka að þegar sjálfstæði hennar eykst þá minnki það hjá móðurinni en hún vill hjálpa henni við flestar daglegar athafnir. Hérna mamma sokkarnir, settu svona, já svona upp, nei snúa þeim já svona og svo hinn gerðu eins, nei ekki svona snúa sokkunum, já fínt. Nei bídd þú, ég hneppa sko svona mamma þetta er fínt... ert þú í sturtu mamma bíddu hér er handklæðið,, já þurrka núna. Mamma farðu í þessa skó, hérna, jú víst þessa skó, hérna mamma ég finna þá. Ég brjóta þvottinn... ..

Bestu kveðjur Bára

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegt blogg. Hvað kom fyrir Guðna?

Halla (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 11:32

2 identicon

Hann fékk klaka í höfuðið og það kom svona Tomma og Jenna kúla. Hef aldrei séð svona stóra kúlu en sem betur fer hjaðnaði hún fljótt. Ég var líka vinsamlegast beðin um að hætta að kalla hann einhyrning.. og ég mátti ekki lemja kúluna niður með hamri eins og gert er í Tomma og Jenna....

Bára (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 14:21

3 identicon

Nei Bára það má ekki lemja kúlur niður með hamri, þá bara stækka þær.

Vonandi helst þessi áhugi á að klæða mömmu sína fram á elliárin- hún getur þá aðstoðað þig!!!!

kv. Hrönn

Hrönn (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 14:29

4 identicon

haha flott blogg :)  

Viktoría (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 08:14

5 identicon

Já ég kvíði ekki ellinni með þessa aðstoð..

Báran (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 12:25

6 identicon

Hehehe

Það er aðeins öðruvísi orðabók sem þarf á mínu heimili þó að efnið sé kannski svipað. "Dhlassinn, mamma dhlassinn dadnhildur, mamma dhlassinn NÚNA" (þýðing: world class, mamma förum í world class með Hrafnhildi, mamma förum í world class NÚNA). Held að það sé frekar það að leika við Hrafnhildi Katrínu í World Class heldur en barnapössunin sjálf sem trekkir að.

 Kv. Dröfn

Dröfn (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 18:48

7 identicon

jamm það verður greinilega ekki hægt að skrifa lélega mætingu á börnin okkar. ... kv. Bára

Bára (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bakkasystur
Bakkasystur
Systurnar sex og fylgilið....
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband