18.3.2008 | 22:59
Orðabók barnsins
Ég vil líka svona leggleg. Svona fínt, sagði litla snótin þegar hún sá mig klæða mig í legghlífar. Henni finnst þær flottar. Ég á eftir að athuga hvort að það fáist legghlífar á svona lítil kríli. Hún gæti verið í þeim þegar hún hoppar á trambambó en það er mjög vinsælt núna alveg eins og að borða kókóbums á morgnana sem er alveg pottrétt að klárast enda taka þau systkin vel til matar síns. Reyndar er það eldra barnið á heimilinu sem á pottrétt orðið. Litla krílið lítur mjög upp til stóra bróðurs þessa dagana og prumpar reglulega með höndinni og skiptir þá litlu í hvaða aðstæðum við erum stödd. Það hefur samt ekki ollið mörgum vandræða augnablikum ekki eins og þegar fréttahákurinn minn kallaði til mín í sjoppu um daginn: "mamma helduru að þessi sé að spila svo mikið í spilakössum að hann getur ekki borgað húsið sitt".
Já það er mikið spáð í þjóðfélagsmál hér á þessum bæ og vonast hann eftir að sjá nýja risann á fasteignamarkaðinum sem getið var um í einni fyrirsögninni og vakti upp dálitla hræðsluspennu á heimilinu. En aftur að búkhljóðunum. Það nýjasta er gerviropi, þessi sem framkallast með því að kyngja smá lofti og ropa því svo upp og þegar það er búið þarf að segja paskafið.
Gleðilega páska og hafið það gott í fríinu.
Kveðja Bára
Athugasemdir
sætu börn :) en já gleðilega páska sömuleiðs :D
Viktoría (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 10:19
Þetta eru nú meiri krúttin þessi börn. Gleðilega páska.
Halla (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.