22.3.2008 | 18:25
Páskafrí!
Sælar systur
Ég og Geiri erum búin að hafa það mjög fínt í páskafríinu, en við erum aðalega búin að vera að glápa á sjónvarpið og spila playstation 2. Reyndar erum við líka búin að vera dugleg að fara í göngutúra og stússast í kringum hestana sem ég tók inn og er það heilmikil hreyfing. Annars er bara allt gott að frétta af okkur, við erum bara á fullu í skólanum og gengur bara mjög vel hjá okkur báðum. Ég fer í sumarfrí 14. maí en þá er síðasta prófið mitt. Geiri er ekki alveg viss hvenær hann fer í sumarfrí, það fer eftir því hvort hann nær símati í náttúrufræði eða ekki.
En ég ætlaði nú ekki að hafa þetta langt, vildi bara blogga aðeins þar sem að Bára systir benti mér á það að ég bloggaði svo sjaldan.
Kv. Gróa Rán
Athugasemdir
Húrra húrra húrra húrra
Báran (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 21:47
Var Glóð komin inn?
Hrönn (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 09:01
Nei, glóð er ekki komin inn þar sem að í augnablikinu er það aðeins ég sem er í hestum og ég hef alveg nóg að gera með að sjá um tvo hesta þannig að glóð verður aðeins að bíða...
Gróa Rán (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.