31.3.2008 | 20:12
umferðateppa og rafmagnsleysi
jæja ætli það sé ekki kominn tími á blogg?
Fyrst vilja óska Pabba okkar innilega til hamingju með afmælið í gær, öll 25 árin :)
Dagurinn í dag var frekar óvenjulegur. Ég bjóst við dæmigerðum mánudegi, löngum og venjulegum, en vegna mótmæla trukkabílstjóra byrjaði dagurinn frekar seint. Ég slapp reyndar við allar umferðateppur og mætti á réttum tíma í skólann, en kennarar og aðrir nemendur komu seint í skólann. Korter yfir tólf nákvæmlega sló svo allt rafmagnið út. Komst ég að því hversu mikið maður er háður rafmagni. Ég gat til dæmis ekki keypt mér neitt í sjoppuni þar sem ég var með allan pening inn á korti og posinn gengur fyrir rafmagni. Sem betur fer á ég matarmiða svo ég gat fengið mér hádegismat. Ég gat ekki hlaðið tölvuna mína, en það var svo sem allt í lagi þar sem ég komst hvort eð er ekki á netið. Tímaskynið fór líka alveg þar sem allar klukkur skólans eru samstilltar og þær duttu út þegar rafmagnið fór.
Annars er bara ósköp venjuleg vika framundann hjá mér. Næstu helgi ætla ég svo að vera heima á Bakka og hjálpa Leifa í fjósinu þar sem foreldrar okkar eru víst að fara til Berlínar.
En ég ætla að fara setja upp efnafræðisvipinn (hehe) og læra smá áður en ég fer í háttinn..
Viktoría
p.s. Halla var að setja inn nýjar myndir :)
Athugasemdir
Hehe efnafræðisvipinn. Gott blogg :)
Bakkasystur, 31.3.2008 kl. 20:20
He he ég hef séð efnafræðisvipinn !!! svo er bara að setja upp "þetta er ekkert mál" hugsanaganginn í leiðinni.
Ég hljóp ekkert aprílgabb í gær en trúði alveg fréttinni um Grímseyjaferjuna (var bara ekki í réttum landshluta hehe).
Flottar myndir Halla og Danni, vá hvað kúlan hefur stækkað síðan ég sá þig síðast. Ef þú hefðir sagt gjúgg um leið og þú klipptir hverja nögl að þá hefðirðu fengið rosa hláturskast líka, henni finnst ekki leiðinlegt að klippa nedludnav.
kem með London blogg-færslu fljótlega
Kveðja Dröfn
Dröfn (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.