9.4.2008 | 20:40
Skyldi það fara svo?
Það væri dálítið gaman að geta unnið fullt starf en ekki yfirfullt...
Að geta keypt sér miða á tónleika...
Að versla í kjötborði Nóatúns (en ekki Bónus) á sunnudögum...
Að kaupa sér skó...
Ætli það sé gert fyrir mannsæmandi laun?
En ég er heppin, launin hafa kennt mér að spara og ég er því tilbúin í kreppuna sem er að hefjast.
kveðja sparsami kennarinn
![]() |
Kennarar telja að laun eigi að hækka um 24-46% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég skal bara segja þér það að það er ótrúlega andsk... gaman að vinna "bara" fullt starf. Ég vissi það bara ekki fyrr en ég flutti frá Íslandi og fór að kenna í konungsríka austan Atlandshafsins.
GÞÖ
http://orangetours.no/
Dunni, 9.4.2008 kl. 21:15
Hvenær losna ykkar samningar Bára?? okkar losna um næstu mánaðarmót - er nú ekki viss um að samið verði fyrir þann tíma.
kv. Hrönn
Hrönn (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 10:03
Okkar losna þá líka... finnst ólíklegt að samið verði fyrir vorið. ÞEgar samningar voru framlengdir þá var það inn í "pakkanum" að fara eftir áætlun þannig að nýr samningur ætti að liggja fyrir.
Við verðum sjálfsagt báðar samningslausar í sumar... Kanski hefðum við átt að læra eitthvað tekjubetra??
kv. Bára
Bára (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 13:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.