Leita í fréttum mbl.is

Ætti ég að vera húsvörður?

Sælar systur

Af mér og Geira er allt gott að frétta. Frekar mikið að gera í skólanum enda eru aðeins 2 vikur í lokapróf. Prófin leggjast samt bara mjög vel í okkur bæði. Ég verð búin 7. maí en Geiri líklegast 16. maí.

Annars tók ég um daginn STRONG-próf, sem er áhugasviðskönnun. Störfin sem komu upp voru frekar skondinn og áttu ekki beint við mig, t.d. kom yfirmaður hjúkrunardeildar, líftryggingasali, innkaupastjóri og húsvörður LoL. En ég ætla nú ekki í nein af þessum störfum.

Það sem kom sterkast út úr könnuninni var félagslegi parturinn (social). Og með það í huga ákvað ég hvað ég vil gera eftir stúdentinn (ég útskrifast jól 2009). Ég ætla í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf. Ég stefni að því að byrja í HÍ haustið 2010 og þangað til verð ég bara að vinna, vonandi vinnu sem tengist félagsráðgjöf.

Geiri útskrifast líklega vor eða jól 2010. Hann ætlar síðan í LHÍ á leiklistardeild.

En þetta er það helsta sem er að frétta af okkur "gömlu" hjónunum Joyful.

- Gróa Rán


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hugsa að félagráðgjöf sé mjög krefjandi starf en gætir komið góðu til leiðar.

kveðja Bára -

ps. sé þig ekki alveg fyrir mér ditta að ýmsu í húsbyggingum þannig að ég get engan veginn séð þig sem húsvörð.

Bára (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 19:41

2 identicon

Ég sé þig nú alveg fyrir mér sem félagsráðgjafa - en ekki húsvörð, sammála stóra A í því

Hrönn (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 23:53

3 identicon

Flott framtíðarplön held að félagsráðgjöf geti verið mjög þarft og gefandi starf en jafnframt erfitt og krefjandi og það verður náttúrulega bara flott að vera boðið á frumsýningar í þjóðleikhúsinu í framtíðinni ;)

Dröfn (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bakkasystur
Bakkasystur
Systurnar sex og fylgilið....
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband