Leita í fréttum mbl.is

Herra og ungfrúr

Svona er ástandið hjá okkur þessa dagana. Sú stutta er afskaplega stjórnsöm og fær hún því að þessu sinni titilinn ungfrú stjórnsöm (Miss bossy). Hún vann sér inn þann titil meðal annars fyrir það að stjórna glósugerð móðurinnar með frábærum hætti. Þegar ég las yfir eina af þessum mörgum fræðigreinum fékk hún hvert blaðið af fætur öðru og bætti við bleikum strikum. Í stuttu máli sagt þá er hún orðin afskaplega lagin við að þekja texta á heilli blaðsíðu. Hún stjórnar líka hvernig fólk klæðir sig. Sýnir því hvaða föt á að fara í og velur skóna og stýrir fólki í gegnum þessa daglegu athöfn. Stjórnsemi er góður eiginleiki sérstaklega hjá þeim sem geta sett sér mörk.

Sonurinn er Herra Skoppi þessa dagana. Sú nafngift var auðfundin þar sem hann fékk sippuband í sumargjöf frá íþróttabandalagi Reykjavíkur. Hann nýtir þá gjöf mjög vel. Ef hann er ekki að sippa skoppar hann bolta í gríð og erg en hann er mjög ánægður með körfuboltann sem hann fékk í afmæligjöf og svo eru fótboltaæfingar reglulega. Á sunnudag er ferðinni heitið upp á Akranes til að keppa við Skagamenn. Þetta er önnur ferðin þangað en í fyrri ferð kepptu þeir við B og C lið Skagamanna en nú á að æfa sig á móti A liðinu. Það er mikill spenningur í hverfinu en UMFK hefur ekki enn tapað leik.

Síðasta herramanninum sem verður úthlutað í dag er Herra Sæll.. við breytum því í Ungfrú Sæl þar sem þessi karakter passar best við fyrirvinnuna á heimilinu, þessa stundina. Sú nafngift er komin af mörgum ástæðum enda svo margt til að vera sæl yfir. Farfuglarnir mættir og gleðja með söng, börnin mín svo yndisleg, stillt og dugleg og svo kláraði ég ritgerð í gær og er bara sæl með að hafa klárað hana. Þá eru eftir tvö verkefni en ég er byrjuð að vinna í þeim báðum.

Þetta er það helsta að frétta af Kjalarnesinu í dag.

Gleðilegt sumar.

kveðja Bára


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með að hafa klárað ritgerðina.

Halla (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 09:46

2 identicon

Til hamingju með að hafa klárað ritgerðina og flott að heyra að þið séuð sæl. Og Guðni, gangi þér vel að keppa á morgun!

Gróa Rán (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 16:37

3 Smámynd: Bakkasystur

Til hamingju með að vera komin á lokasprettinn...... Já sumarið er komið en mér fannst nú ansi kallt á kjalarnesinu í gær ....miðað við breiðholtið.

En takk fyrir Adrian í gær. og ég ætla að panta Guðna Kristinn næst þegar pabbahelgi dettur niður, fá þá frændur til að gista hér. Og kanski ég taki bara þær frænkur líka, Birna ætlaði allavegna heim með mér í gær.

kv. HRönn

Bakkasystur, 27.4.2008 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bakkasystur
Bakkasystur
Systurnar sex og fylgilið....
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband