3.5.2008 | 10:41
Skemmtilegur draumur.
Mig dreymdi mjög skemmtilegan draum í nótt.
Ég var á röltinu niðrí miðbæ reykjavikur þegar ég ákvað að kíkja aðeins í bankann og tékka hvað ég fengi mikið orlof 11. maí. Bankastarfsmaðurinn fann ekki orlofsreikninginn minn en bað mig um að koma eftir svona 10 min og þá væri hún ábyggilega búin að finna hann. Ég fór frekar pirruð út, alveg viss um að orlofið mitt væri týnt og ég fengi bara alls engann pening. Eftir sirka tíu mínútur fór ég aftur í bankann.
Bankastarfsmaður: Heyrðu ég fann loksins orlofsreikninginn þinn.
Ég: Frábært. Get ég fengið að vita hversu mikill peningur þetta er?
Bankastarfsmaður: Já ekkert mál. Það eru 5 milljónir og þrjúhundruðþúsund krónur sem þú færð inná kortið þitt 11 maí.
Ég: geðveikt þá á ég alveg efni á klippingu, balli og bústað í næstu viku.
Bankastarfsmaður: já ég myndi samt passa mig að eyða ekki öllu strax.
Ég: nei nei ég eyði svona 30.000 kalli og geymi svo restina.
Svo fór ég bara alveg róleg útúr bankanum og heim.
Ef að þessi draumur væri veruleiki þá held ég að ég myndi ekki eyða bara 30.000 kalli, ég myndi eyða meira.
Var samt frekar svekkt að vakna í morgun og komast að því að þetta var bara draumur. Ég hefði ekkert á móti því að eiga 5 milljónir.
En ég veit samt ekki hvað ég á mikið orlof, kannski verð ég bara milljónamæringur í næstu viku?
En jæja ég ætla byrja læra..
Viktoría
p.s. Mér leiddist í gær þegar ég átti að vera að læra í efnafræði og stofnaði bloggsíðu: www.viktoriabirgis.blogcentral.is
Athugasemdir
Aldrei að vita nema draumurinn rætist það er spurning hvort að þú ættir að kaupa Lottó ????
Kveðja Dröfn
Dröfn (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 11:59
Já ég skil að þú hafir verið svekkt að þetta skuli vera draumur.
kv. Hrönn
Hrönn (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 12:46
Ef þú færð fimm milljónir mundu þá að ég á afmæli bráðum : )
Halla (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 18:10
Þetta er einmitt upphæðin sem mig vantar til að klára allt inni hjá mér... vildi að þú værir berdreymin og það hafi verið ég sem labbaði inn í banka...
heh.. góður draumur.. betri en hænur flögrandi út um allt... versta martröð sem ég hef fengið en sem betur fer ekki oft og það er langt síðan.
kv. Bára
Bára (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 20:00
Mig dreymdi nú í nótt ða þú værir komin með kærasta - einhven gamlan karl og ég var sú eina sem fannst þetta ekki í lagi og Dröfn og Bára og Mamma skildu nú ekki hvað ég væri að nöldra - það væri ekki eins og hann væri í dópi eða eitthvað.
Þannig að draumar rætast sem betur fer ekki allir........
kv. Hrönn
Hrönn (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.