Leita í fréttum mbl.is

Draumleysi...

Mig dreymdi ekkert minnisstætt í nótt en sonur minn dreymdi eitthvað bráðskemmtilegt og hló mikið, steinsofandi. Hann mundi því miður ekkert eftir draumnum þegar hann vaknaði. Annars leit stóra rúmið mitt frekar út eins og hundakarfa í nótt, ja eða kettlingahrúga ef það gerir lýsinguna myndrænni fyrir ykkur. Sonurinn gat ekki sofnað í gærkveldi vegna magaverks og fékk hann því að skríða í mömmu rúm enda vitað að slíkt læknar magaverk mjög fljótt. Sú stutta gat einhverrra hluta ekki heldur sofnað og þegar klukkan nálgaðist svefntíma móðurinnar var stelpunni kippt upp í líka. Hún var ekki ein heldur fylgdi henni, teppi, koddi, sæng, Bára dúkka, fjórar snuddur og afi. Nei afinn var nú ekki í heimssókn en dúkkan hennar hlaut þetta nafn nýlega. Bækur og púsluspil var skilið eftir í barnaherberginu. Við sem sagt lágum þarna öll í röð - mamman í miðjunni en þegar leið á nóttina fór heldur að þrengja að henni svo að hún ákvað að flýja til fóta. Við lágum því þvers og kruss í rúminu líkt og kettlingahrúga en allir sváfu draumlausum svefni. A basket of kittens


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bakkasystur
Bakkasystur
Systurnar sex og fylgilið....
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband