19.5.2008 | 20:08
Náði öllu =D
Sælar systur og fleiri sem lesa.
Af mér er allt gott að frétta. Ég er búin að vera að vinna á fullu og líkar rosalega vel. Þetta er mjög fín vinna og hentar mér bara mjög vel.
Í dag fór ég svo og sótti einkunnirnar mínar og ég náði öllu . Ég var í 8 fögum og lægsta einkunnin var 7 og hæsta 9 . Ég er rosalega ánægð. Núna er ég búin með 78 einingar sem þýðir að ég get útskrifað á þremur og hálfu ári eins og mig langar. Þannig að ég er bara mjög glöð með þetta.
Geiri fær sínar einkunnir á miðvikudaginn eins og Viktoría. Honum fannst sér bara ganga vel og ég hef fulla trú á því að hann nái öllu. En það kemur bara í ljós.
Ég vil líka óska Höllu og Danna til hamingju með að hafa náð öllu .
En ég ætlaði nú bara að skella inn stuttu bloggi, skrifa kannski lengra blogg seinna.
Kv. Gróa Rán
Athugasemdir
Glæsilegt... þið eruð flott...
kveðja Bára
Bára (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 21:48
hey Gróa... við fengum bæði 8 í FLM303, sem var einmitt hæsta einkunin sem hann Gunnar gaf þessa önnina...
.. og það voru bara við tvö sem fengum 8!!!! erum við best eða?
Daníel Helgason (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 01:55
Flott hjá þér og ykkur hinum í FB (var Leifi búin að ná í sínar???), fallinn í spænsku hvað...... Glæsilegt hjá ykkur Danni og Gróa með fjölmiðlaáfangann..... þið voruð greinilega best!
kv. Hrönn
P.S TIL HAMINGJU HALLA AÐ VERA BÚIN MEÐ ALLA ÁFANGA Í STÚDENTINN - BARA ÚTSKRIFTIN EFTIR.
Hrönn (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 08:50
Klukkan hvað er útskriftin???? (við erum nefnilega svo mörg á kvöldvakt þetta kvöld að ég var að hugsa um að fá að koma seinna og sjá þig setja upp hvíta kollinn- nema að það sé takmarkaður gestafjöldi)
kv. Hrönn
Hrönn (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 08:51
Já til hamingju allir FB-ingar með þennan glæsilega árangur.
Leifi náði líka "skemmtilega" íslenskuáfanganum (humm setningafræði og íslendingaþættir) með glæsibrag, þannig að allir Fb-ingarnir hafa greinilega lært eitthvað þessa önnina.
Kveðja Dröfn
Dröfn (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 09:52
Já Danni, við erum sko klárlega best!!...Við rústuðum þessum áfanga. Og til hamingju Leifi með að hafa náð íslenskunni .
Gróa Rán (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 13:51
Útskriftin verður í Íþróttahúsi FB föstudaginn 23. maí kl. 14:00...
Daníel Helgason (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 14:10
Glæsilegt Gróa og Daníel og Leifi. Takkfyrirmig. Hrönn - það er enginn takmarkaður gestafjöldi þannig að það má hver koma sem vill :)
Halla (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 18:42
Til hamingju með þetta :)
Ég fæ að vita mínar á morgun. Ég og Geiri getum þá bloggað saman einkunarblogg :P
Viktoría (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.