Leita í fréttum mbl.is

Náði öllu =D

Sælar systur og fleiri sem lesa.

Af mér er allt gott að frétta. Ég er búin að vera að vinna á fullu og líkar rosalega vel. Þetta er mjög fín vinna og hentar mér bara mjög vel.

Í dag fór ég svo og sótti einkunnirnar mínar og ég náði öllu Grin. Ég var í 8 fögum og lægsta einkunnin var 7 og hæsta 9 Smile. Ég er rosalega ánægð. Núna er ég búin með 78 einingar sem þýðir að ég get útskrifað á þremur og hálfu ári eins og mig langar. Þannig að ég er bara mjög glöð með þetta.

Geiri fær sínar einkunnir á miðvikudaginn eins og Viktoría. Honum fannst sér bara ganga vel og ég hef fulla trú á því að hann nái öllu. En það kemur bara í ljós.

Ég vil líka óska Höllu og Danna til hamingju með að hafa náð öllu Smile.

En ég ætlaði nú bara að skella inn stuttu bloggi, skrifa kannski lengra blogg seinna.

Kv. Gróa Rán


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegt... þið eruð flott...

kveðja Bára

Bára (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 21:48

2 identicon

hey Gróa... við fengum bæði 8 í FLM303, sem var einmitt hæsta einkunin sem hann Gunnar gaf þessa önnina...

.. og það voru bara við tvö sem fengum 8!!!! erum við best eða?

Daníel Helgason (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 01:55

3 identicon

Flott hjá þér og ykkur hinum í FB (var Leifi búin að ná í sínar???), fallinn í spænsku hvað...... Glæsilegt hjá ykkur Danni og Gróa með fjölmiðlaáfangann..... þið voruð greinilega best!

kv. Hrönn

P.S TIL HAMINGJU HALLA AÐ VERA BÚIN MEÐ ALLA ÁFANGA Í STÚDENTINN - BARA ÚTSKRIFTIN EFTIR.

Hrönn (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 08:50

4 identicon

Klukkan hvað er útskriftin???? (við erum nefnilega svo mörg á kvöldvakt þetta kvöld að ég var að hugsa um að fá að koma seinna og sjá þig setja upp hvíta kollinn- nema að það sé takmarkaður gestafjöldi)

kv. Hrönn

Hrönn (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 08:51

5 identicon

Já til hamingju allir FB-ingar með þennan glæsilega árangur.

Leifi náði líka "skemmtilega" íslenskuáfanganum (humm setningafræði og íslendingaþættir) með glæsibrag, þannig að allir Fb-ingarnir hafa greinilega lært eitthvað þessa önnina.

Kveðja Dröfn

Dröfn (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 09:52

6 identicon

Já Danni, við erum sko klárlega best!!...Við rústuðum þessum áfanga. Og til hamingju Leifi með að hafa náð íslenskunni .

Gróa Rán (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 13:51

7 identicon

Útskriftin verður í Íþróttahúsi FB föstudaginn 23. maí kl. 14:00...

Daníel Helgason (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 14:10

8 identicon

Glæsilegt Gróa og Daníel og Leifi. Takkfyrirmig. Hrönn - það er enginn takmarkaður gestafjöldi þannig að það má hver koma sem vill :)

Halla (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 18:42

9 identicon

Til hamingju með þetta :)

Ég fæ að vita mínar á morgun. Ég og Geiri getum þá bloggað saman einkunarblogg :P

Viktoría (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bakkasystur
Bakkasystur
Systurnar sex og fylgilið....
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband