22.5.2008 | 14:22
Sumarið komið =)
jæja þá er ég komin í sumarfrí =) Fékk einkunnir í gær. Féll í efnafræðinni en náði öllu öðru. Lægsta var 3 og hæsta var 10. Svo er ég byrjuð að vinna í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum. Rosalega gaman. Rigningardagarnir einkennast af fáránlegum leikjum eða keppnum milli starfsmanna. Síðan þegar sólin skín getur verið alveg brjálað að gera. Annars var ég núna að byrja frívikuna mína og ætla ég að vera dugleg heima að mjólka og hjálpa til.
Hef svo sem ekkert meira að segja.
- Viktoría
p.s. ég blogga líka stundum á hina síðuna mína. viktoriabirgis.blogcentral.is
Athugasemdir
Til hamingju með þessar glæsilegu einkunnir. Þú ert enn á lífi þrátt fyrir fall Eru margir sem hafa ekki talað við þig eftir þetta. Nei nú ætla ég ekki að vera leiðinleg en það er bara alveg í lagi að falla svona einu sinni - enda ertu alveg ótrúlega klár stelpa.
kv. stóra systir
Hrönn (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 12:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.