Leita í fréttum mbl.is

Sumarið er líka komið hjá mér..

Sælar systur og aðrir sem lesa

Þá er komin tími á bloggfærslu frá Írabakkanum. Maí mánuður hefur verið erilsamur þrátt fyrir að ég fór ekki í próf (Gunnar fór í 2).  Ég er búin að sitja námskeið sem nefnist er hjúkrun launuð vinna eða hugsjónastarf - að semja um kaup og kjör og er þetta alveg ótrúlega skemmtilegt námskeið og kemur maður heim og allt enn á fullu í kollinum á manni. Námskeiðið fjallar um hvað fagstétt er, hvernig viðhorf stétt hefur og hvernig hjúkrunarfræðingar líta á sjálfan sig og hvernig aðrir/aðrar stéttir líta á hjúkrunarfræðinga. Maður er í endalausri naflaskoðun - mjög þarft. Síðan er búið að vera nóg að gera í öðrum félagsmálum, ég er trúnaðarmaður og hefur verið svolítið um fundi þar vegna lausra kjarasamninga og er núna mikill spenningur þar sem eitthvað er að þokast í kjarasamningum. Síðan var ég í síðustu viku á aðalfundi fagdeildar gjörgæslu hjúkrunarfræðinga og ákvað að vera amk eitt ár í viðbót gjaldkeri, enda nóg um að vera og spennandi ár framundan með ráðstefnu sem við erum að skipuleggja í haust. Í gær var ég svo á löngum aðalfundi hjá félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga þar sem m.a. öll lög félagsins voru endurskoðuð og samþykkt. Svolítill strembinn fundur sem byrjaði klukkan 8 og var búin klukkan 18:15, á tímabili vorum við komin einum og hálfum tíma á eftir áætlun en þetta hafist allt og enduðum við á 10 mín eftir áætlun. Hjúkrunarfræðingar kunna að vinna hratt!!!! Á fundinum var kjörinn einn heiðursfélagi og er það kona sem er 72 ára geðhjúkrunarfræðingur og er enn starfandi. Hún er sérhæfð í geðhjúkrun barna með ofvirkni og einhverfu og hún lauk sínu mastersprófi 67 ára gömul - það er sem sagt aldrei of seint að byrja að læra. Ég held að félagsmálin séu að komast í sumarfrí - bara eftir einn fagdeildarfundur og svo eitthvað í tengslum við kjarasamninga.

Ég hélt líka einn saumaklúbb í vikunni og var það mjög gaman - bakaði franska súkkulaði köku og er núna búin að finna uppskrift til að nota 4 eggjarauður þegar maður bakar marengsinn!!!

Ásthildur er að klára skólann sinn og flýgur áfram - í vikunni fór hún í sveitaferð og er svo fullt prógram næstu viku, stærðfræðipróf og ferð í fjsk og húsdýragarðinn. Hún stækkar bara og stækkar og er altaf að þroskast. Nú er aðalmálið að hafa mp3 spilara eða ipod og er hún mikið að pæla í tónlist - sennilega kemur það nú meira úr föðurhúsum en frá móður. Hún á eina viku eftir á sundæfingum og er hún í þvílíkri framför enda er synt um 400-500 metra á hverri æfingu (sem mörgum fullorðnum finnst bara mjög gott). 2 júní er síðasti skóladagurinn hjá henni og svo er vitnisburðardagur 5 júní. Hún fer svo á námskeið 9 júní sem nefnist fjörkálfar í fótbolta og frjálsum en hana langar svo að læra fótbolta.  

En ætli ég hafi þetta nokkuð lengra í bili og ég bið bara að heilsa öllum

kv. HRönn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég syndi eimmitt alltaf 500 metra þegar ég fer í sund, og ég er nú 11 árum eldri en Ásthildur . Spurning hvort ég ætti að fara að synda meira .

Gróa Rán (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 16:24

2 identicon

Þetta verður nú fínt sumar.

Kveðja Bára

Bára (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bakkasystur
Bakkasystur
Systurnar sex og fylgilið....
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband