9.6.2008 | 20:25
Afmælistímabil, vorið og sumarfrísplön
Spurning hvort að það sé ekki alveg að fara að verða kominn tími á blogg frá mér núna.
Afmælistímabilið mikla er heldur betur búið að vera skemmtilegt og nóg að gera hjá öllum fjölskyldumeðlimum. Viktor er á fullu á fótboltaæfingum fyrir stórmótið sem þeir Guðni eru að fara að keppa á 20-22 júní uppi á Skaga. Birna er voða ánægð með að vera orðin "teggja" ára þó að hún syngi fyrir sjálfa sig að hún sé "ÁTTA ára í dag". Leifi er farinn að vinna sjálfstætt sem allt-múligt-mann og hefur nóg að gera í því, auk þess sem hann þeytist um á enduro-hjólinu sínu út um allar trissur og er einmitt að plana 4 daga hjólaferð um Vestfirði næstu helgi. Það virðist sem allir mínir vinahópar séu að bralla eitthvað þessa dagana svo ég hef haft nóg að gera í grillveislum og matarboðum, svona á milli þess sem ég snæði kökur í afmælisveislum.
Það er semsagt búið að vera nóg að gera hjá okkur. Ég vildi alveg hafa daginn aðeins lengri. Ég elska vorðið og sumarið og vildi að maður gæti lagst í hýði í mesta skammdeginu og sofið t.d. allan febrúar (sorrý febrúar-afmælisbörn). Þá gæti maður í staðinn vakið allan sólahringinn á þessum árstíma, svona frá því í lok apríl og fram í miðjan ágúst.
Framundan er eins og svona ein LONDON-ferð með stelpunum (eftir 10 daga) og svo förum við öll fjölskyldan í sumarfrí aðra vikuna í júlí. Þá er stefnan tekin norður í land þar sem við ætlum að eyða næstu 3 vikum í útilegum og fjallgöngum. Endum svo fríið á 4 daga gönguferð með gönguhópnum okkar um Fjörður og Flateyjardal.
Til hamingju með afmælisdaginn í dag mamma (Birna söng líka í morgun að þú værir átta ára)
Kveðja Dröfn og fjallapúkarnir
Athugasemdir
Ég væri alveg til í að skreppa aðeins til London, ekkert mál að skipta við þig ef þú nennir ekki að fara . Ég veit hvað þér finnst leiðinlegt að fara til útlanda . En ég er annars alveg sammála með það að hafa dagana lengri, væri í rauninni fínt ef að maður fengi nægan svefn á 4 tímum en ekki 8. En því miður fær maður ekki að ráða þessu .
Gróa Rán (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 15:31
Hehe það eru allir átta ára þegar Birna syngur afmælissönginn.
Halla (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 00:26
Afi langafi var líka átta ára - það vantaði nú bara eitt núll! En þessi árstími er mjög skemmtilegur.
kv. Hrönn
Hrönn (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 08:38
já hehe ég held að Birna haldi að maður eigi að syngja "hann er átta ára í dag" þar sem hún lærði afmælissönginn á afmælum Guðna og Viktors með stuttu millibili og þá var sungið hann er átta ára.
Nei Gróa það er víst bara óskhyggja að geta vakað allt sumarið en í staðinn getur maður nú samt ráðið hvernig maður nýtir hina 16 tímana í deginum.
Dröfn (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 00:14
Já...enda get ég verið svo mikil svefnpurka að mér finnst bara fínt að sofa í 8 tíma =D
Gróa Rán (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.