18.6.2008 | 16:56
Vor á Kjalarnesi
Það er langt síðan við höfum látið í ykkur heyra. Við fjölskyldan erum öll að komast í sumarfrí. Guðni Kristinn byrjaði 6. júní og fór í vinnumennsku upp á Bakka þangað til móðir hans hætti að vinna 13. júní. Hún þarf reyndar töluvert að vinna ennþá, bæði í Klébergsskóla og í ritgerðavinnu en það bíður eftir rigningadögum. Hrafnhildur Katrín fer í sumarfrí í mánaðarlok og verður í mánuð. Þangað til fer hún eitthvað í leiksskólann en er styttri dag og fær frídag öðruhvoru ef svo ber við.
Guðni Kristinn stundar æfingar af kappi en stórmót sumarsins er næstu helgi. Markmaðurinn er farinn að skutla sér fyrir boltann og nær að spyrna lengra út á völl í hverri æfingu. Hann og frændi hans eru að selja klósett pappír og eldhúsrúllur ef áhugasamir vilja styrkja UMFK - 7. flokk.
Verkefnalisti sumarsins er langur. Það verður ekki ferðast mikið en þess meira haldið sig heima við og kröftum safnað fyrir komandi vetur.
Ég fékk nokkrar myndir af Guðna Kristni og Viktori af heimasíðu Klébergsskóla. Þessar myndir voru teknar á tæknidögum og má sjá báta þeirra frændna. Einnig eru myndir úr óvissuferð.
Kveðja Bára
Athugasemdir
Flottir frændur =)
Viktoría (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 00:08
Gangi ykkur vel á fótboltamótinu .
Gróa Rán (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.