Leita í fréttum mbl.is

Fjölskyldan

 Erum við ekki falleg fjölskylda?

 

famelien
 
Annars er allt gott að frétta af okkur. Við erum að fara á foreldranámskeið á mánudag og þriðjudag. Daníel er búinn að fara í 7 ökutíma og honum gengur bara vel í þeim. Ég aðallega bara búin að vera að vinna. Það var að klárast vísindanámskeið í dag og ég hlakka til námskeiðslausrar vinnuhelgar. Ég hef komist að því að ég ætla mér ekki að feta í fótspor Báru elstu systur minnar og verða grunnskólakennari þegar ég er orðin stór. Daníel segir að ef að maður segir þetta þá verði maður pottþétt grunnskólakennari. Bumban stækkar enn, einn vinnufélagi minn stakk uppá því um daginn að ég ætti að reyna að setja heimsmet og eignast stærsta barn sem fæðst hefur. Ég er ekkert voðalega spennt yfir þessu plani, fyrir mér má barnið alveg vera lítið þegar það fæðist. Mér finnst stundum að fólk haldi að ég eigi að vera sérfræðingur í líkamsstarfssemi bæði hjá mér og barninu bara afþví að ég er ólétt. Ég breytist ekkert í alfræðiorðabók þó ég sé með barni. Daníel vill koma kvörtun á framfæri sem er að Geiri hafi ekki fengið neina afmæliskveðju á bloggið svo ég vil enda þessa færslu með því að óska Geira til hamingju með afmælið um daginn. Nú máttu kaupa vín í Bandaríkjunum.
 
kv. Halla og Daníel
 
birthday_funny_picture_03 
  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við erum sko sannarlega falleg fjölskylda - og ansi ´stór líka - þarna vantar alla maka.

Fyrirgefðu Geiri að fá ekki blogg á afmælisdaginn þinn - ætlaði að skella inn en steingleymdi því alveg - eins og fleiri

kv. Hrönn

Hrönn (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 15:55

2 identicon

Já - þarna klikkuðum við alveg.. mamma meira að segja spurði hvort að það væri komið inn á bloggið.. ég mundi þó eftir að senda sms...

Ég man þegar ég var 21.. þá var ég í Bandaríkjunum

En Halla.. það er afskaplega gefandi starf að vera grunnskólakennari.. stundum of gefandi - en að vera með nýjan hóp á námsskeiði er svona líkara fyrstu vikum á haustin .. það batnar ef rétt er haldið á spöðunum..

Bára (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 23:04

3 identicon

já til hamingju með afmælið Geiri :)

en jú við erum alveg rosalega falleg fjölskylda =)

Viktoría (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bakkasystur
Bakkasystur
Systurnar sex og fylgilið....
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband