14.7.2008 | 11:01
Vinnan, heilsuátak og Þjóðhátíð.
Hæ hæ systur
Af mér er allt ágætt að frétta. Ég er bara búin að vera að vinna á fullu, ég er mjög ánægð þarna á Skúlagötunni þó að þetta er mjög krefjandi starf. Ég verð síðan að vinna þarna aðra hverja helgi í vetur sem er mjög fínt.
En ég er alveg að brillera í þessu heilsuátaki þó ég segi sjálf frá . Þegar ég fór til Drafnar í byrjun júlí í vigtun voru 10,7 kíló farin
. Þannig að 1/3 er búinn á rúmum 10 vikum. Ég fór líka og keypti mér verðlaun, rosa flottan sumarkjól (size medium
). Og núna held ég þessu bara áfram á þrjóskunni, er loksins búin að læra að nota hana rétt
.
Síðan styttist í Þjóðhátíð í Eyjum. Ég er orðin svaka spennt enda löngu byrjuð að telja niður dagana (í dag eru 17 dagar þangað til ). Ég, Geiri og Viktoría fáum að gista í garðinum hjá Guðrúnu Helgu, móðursystur Geira, ásamt fleirum úr hans ætt. Þetta verður svaka fjör, við komum til eyja á fimmtudagskvöldið og þá er húkkaraballið, á föstudeginum er síðan Þjóðhátíðin sett og um kvöldið fáum við lunda í matinn hjá Guðrúnu Helgu. Eftir það er svo bara fylgt Þjóðhátíðardagskránni.
Af Geira er líka allt fínt að frétta. Hann er líka bara vinnandi á fullu eins og ég. Í gær fór hann í lokaprufu fyrir stuttmyndina Pleisið og hann fær að vita eftir 2 vikur hvort hann fær hlutverk eða ekki. Honum fannst þetta rosalega gaman og nú bíðum við spennt eftir svari.
En meira var það nú ekki, vildi bara sína smá lit á þessari síðu. Ég held að það séu komnir nokkrir mánuðir síðan ég bloggaði síðast .
Kv. Gróa Rán
Athugasemdir
Þetta er rosalega flott hjá þér með heilsuátakið. Skemmtilegt blogg.
Halla (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 18:34
Gott að einhver haldi síðunni við.. til hamingju með sumarkjólinn
.
Nú þurfum við að vera duglegar að setja eitthvað hingað inn svo að síðan lognist ekki út.
En læt þetta duga í bili.. ég skal blogga fljótlega.
kv. Bára
Bára (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 14:41
aðeins 16 dagar í þjóðhátíð!!
flott blogg annars :) kem líka með eitt við tækifæri.
Viktoría (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 18:57
Glæsilegt Gróa Rán! og góða skemmtun á Þjóðhátíð, alltaf gaman á þjóðhátíð sama hvernig veðrið er. Lífið er yndislegt......
Dröfn (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 19:45
Glæsilegt hjá þér Gróa. ég ætla að skella inn bloggi og myndum úr útilegunni
kv. Hrönn
Hrönn (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.