17.9.2008 | 09:25
Fréttir af mér..
Hæhæ :) fannst vera komin tími á blogg.. þó að bloggið fyrir neðan er alveg ótrúlega sætt!
Það er svo sem ekkert mikið að frétta af mér.. skólinn byrjaður á fullu.. miðannarmat fer að nálgast og það þýðir að kennarar demba á mann verkefnum og prófum eins og þau fái borgað fyrir það. Ég er ekki enn komin með vinnu en er að fara í prufu í mosfellsbakarí núna á eftir.. mig langar ekkert voðalega að vinna það en allt er betra enn ekkert.
Eftir nákvæmlega 21 daga verð ég á leiðinni til LONDON! já ég hef ákveðið að skella mér þangað með Agnesi vinkonu minni. Við verðum þar í fimm daga. Erum búnar að plana að fara á eina leiksýningu, Hairspray, og er ég mjög spennt yfir því. Ég þori samt að veðja að við munum fara á fleiri sýningar :P
Ég lenti í mjög óskemmtilegu atviki í gær. Strákur sem er með mér í nokkrum tímum byrjaði að senda mér sms. Var eitthvað að bulla um að hann ætlaði að setjast með mér inní minn bíl og eitthvað. Ég skildi ekkert hvað hann var að tala um, hélt bara að hann væri að senda í vitlaust númer. Síðan eftir skóla í gær var ég að labba útí bíl þegar ég sé hann standa fyrir utan bílinn minn. Ég dríf mig og sest inní bíl og hann reynir að setjast inn í framsætið. Sem betur fer var bíllin læstur svo að hann komst ekki inn. Ég er í nettu sjokki, en ég vona innilega að hann hætti þessu annars þarf ég að láta skólayfirvöld vita..
en já.. langaði bara að blogga smá..
- Viktoría..
Athugasemdir
Úff...ekki langar mig að lenda í svona atviki. Veistu samt eitthvað hvað hann vildi? Frekar creepy .
Gróa Rán (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 08:58
Nei ég hef aldrei talað við hann.. ég er samt búin að tala við skólastjórann og hann sagði mér að tala við hann ef hann gerir eitthvað aftur og ef hann hættir ekki þá á ég að tala við skólastjórann aftur..
Viktoría (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 11:32
Hefur hann ekki látið þig í friði??
Hrönn (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.