19.9.2008 | 12:27
Tími kominn á smá fréttir af mér..
Hæhæ
Af mér er allt fínt að frétta. Er loksins byrjuð í hreyfingarprógramminu aftur...er að deyja úr harðsperrum eftir ræktina í gær. Ég er greinilega ekki enn á sama stað og ég var í vor...þarf að vinna mig upp aftur .
Auk þess er ég líka í blaki sem er rosalega skemmtilegt, var eimmit að spá í hvort við systurnar ættum ekki að stofna lið í blaki? Það eru akkúrat 6 inn á í einu.
Annars gengur mér bara vel í skólanum, ég er loksins búin að finna rétta taktinn. Fékk t.d. 9 í prófi sem ég var hrikalega kvíðin fyrir og ætlaði ekki að taka.
En annars var ég að komast að áhugaverðu einkenni vefjagigtar. Samkvæmt vefjagigt.is er klaufaskapur eitt einkenni. Þess vegna var ég að spá hvort að Dröfn væri kannski með vefjagigt? Annað einkenni er orðarugl þ.e.a.s. að finna ekki réttu orðin. Þannig að ef ég er klaufi eða mismæli mig þá má alls ekki gera grín að mér þar sem að ég er með vefjagigt . Hver segir svo að það sé ekki hægt að finna ljósa punkta við allt saman?
Kv. Gróa Rán
Athugasemdir
Ekki borða með fullan munninn.....
BB (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 20:42
Glæsó splæsó, það eina sem virkar við harðsperrum er að hreyfa sig enn meira og þjálfa þær úr sér. '
Kveðja Dröfn klaufasystirin
Dröfn (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 14:41
Ferlega er ég feginn að heyra þetta með orðaruglið - ég á það nefnilega til að segja allt önnur orð en ég ætla mér- nú er ég komin með skýringu - get kennt vefjagiktinni um!!!!
kv. Hrönn
Hrönn (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 16:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.