18.10.2008 | 12:01
Kjalarnesgengið
Sælar
Ég sit núna í nýja sjónvarpsherberginu mínu og hugsa að ég verði hér það sem eftir er af deginum . Það er heldur betur búið að vera nóg að gera á þessum bænum síðasta mánuðinn. Ég fæ reglulega nágranna mína í heimssókn sem taka að sér að brjóta, byggja, sparsla, pússa, mála, sópa, þrífa, laga, bera húsgögn, passa börn, elda mat og margt margt fleira. Nágrannavarslan á Kjalarnesinu virkar vel á milli þessara tveggja húsa og virðist ég hafa fengið bónuspakka með mínum límmiðum.
Ég skellti mér til Skotlands í byrjun kreppu og náði að versla á genginu 295 kr. pundið. Alveg hreint þræl gaman en sem betur fer var lítill tími til að versla því að þetta var vinnuferð. Í þessari ferð fræddist ég og kynntist menningu Skotlands. Fór upp á hæðsta fjallið þeirra Ben Nevis sem er jafnframt hæðsta fjall Bretlands,
sá lengstu ána þeirra river Tay,
skoðaði bruggverksmiðju, fór í draugagöngu, lærði skoska dansa og sýndi frábæra takta í Krullu (erl. curling).
Við tókum svo einn dag í að skoða Edinborg, gengum að kastalanum þeirra og skoðuðum gamla bæinn. Skotland er eitt af þeim löndum sem mig langar aftur til að heimsækja.
Á meðan ég var í Skotlandi gengu framkvæmdir vel hér heima fyrir. Nágrannafjölskyldan sem varð helmingi stærri þessaviku stóð sig vel í að pússa og mála og sparsla og fleira og fengu aðstoð okkar eina bloggvinar (systur afhverju eigum við bara einn bloggvin??) Geira.
Síðustu helgi fór ég aftur út úr bænum en styttra í það skiptið - upp í Grímsnes þar sem Klessurnar, (saumaklúbburinn) fóru í sína árlegu sumarbústaðaferð. Á meðan á þeirri ferð stóð fékk ég enn eina frábæru heimssóknina og enn var málað, pússað, skúrað og þvottavélar tengdar. Staðan á framkvæmdum er sem sagt þessi að sjónvarpshol er tilbúið (fer ekki lengra með það í bili), þvottahúsið er tilbúið og svefnherbergi langt komið. Nú sit ég og klóra mér i höfði hvernig raða á í stofuna og hvernig lit á að velja á veggina. Það verður málað í vetrarfríinu.
Skólavinna hjá okkur fer vel af stað og eru allir fjölskyldumeðlimir ánægðir og standa sig vel á þeim vettvangi.
Góða helgi - kv. Bára
Athugasemdir
Ég vil vera bloggvinur ;) Veit bara ekker hvernig maður verður þannig vinnur.
Gaman að sjá framkvæmdargleði, ferðasögur og myndir af litla liðinu.
kveðjur úr Kórnum
Tóta Lauf, 19.10.2008 kl. 20:23
hhehe - ég þarf að finna út hvernig maður gerist bloggvinur.. þú ert nú velkomin i hópinn.. ja alla vega verður það tveggja manna hópur...
kv. Bára
Bára (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 20:41
Til hamingju með þetta :) ég verð svo að kíkja í heimsókn fljótlega!
Viktoría (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 20:21
Júhúúu - kann núna að bæta við bloggvinum Tók smá tíma að átta mig á þessu..
kv. Bára
Bakkasystur, 22.10.2008 kl. 21:57
skrýtnir þessir nágrannar. velkomin sem bloggvinur Tóta. kv. Dröfn
dröfn (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.