Leita í fréttum mbl.is

Írabakka fréttir - haustblogg

Sæl öll sömul

Þá held ég að það sé komin tími á fréttir úr Írabakka. Þar hafa verið smá breytingar á íbúum eins og flestir vita. Gunnar fluttur út og erum við mæðgur orðnar 2 aftur. (Ja eða eigum við að segja 3 því að Viktoríu líður mjög vel hjá okkur í stærra herbergi og með stærra rúm en heima hjá sér og er því mjög mikið hérna).

Nóvember mánuður gekk í garð með aðlögun að nýjum aðstæðum og AFMÆLI heimasætunnar. (Ég ætlaði nú fyrir löngu að vera búin að skella inn myndum en þurfti að fara margar krókaleiðir til að vista þær á blogginu, það var svo um helgina sem ég fattaði mun einfaldari leið, þannig að nú er ég búin að setja inn fullt af myndum). Ásthildur tók virkan þátt í afmælisundirbúningnum m.a sá um baksturinn ásamt mömmu sinni DSC03358.

16 nóvember var 7 ára afmæli sem lengi var búið að bíða eftir.DSC03361

OG var það glöð stelpa sem vaknaði um morguninn og tók upp pakka  sem meðal annars innihélt bókina Fíu sólDSC03363.

 

 

 

 

 

 

 Enda er Ásthildur algjör lestrarhestur sem og námshestur. Enda hefur hún ekki langt að sækja lestraráhugann og passar nafnið vel við í því tilviki.DSC03353

Hún keppti í sínu fyrsta sundmóti dagin fyrir 7 ára afmælið og gekk það mjög vel. Hún ætlar svo að keppa á fleiri mótum eftir áramót og vonandi man þá mamman að kippa myndavélinni með.

Í lok nóvember bökuðum við svo piparkökur upp á Bakka ásamt fjölda af fólkiDSC03381  DSC03383 DSC03384

og voru stelpubarnabörnin 3 (Þórhalla fékk bara að horfa á í þetta sinn) með mjög gott úthald, en allir bæði strákar og stelpur voru mjög dugleg.  

Í nóvember og desember höfum við svo fengið að passa Þórhöllu Guðnýju og gengur það mjög vel (hún lætur nú oft heyra vel í sér en nágrannarnir hafa ekki enn bankað upp á - nema þessir úr kóngsbakkanum sem eiga oft leið hjá ef maður er með lítið kríli í heimsókn).  DSC03377 Ásthildur er orðin ansi flink í barnapössuninni og hér er hún að skipta á Þórhöllu Guðnýju.

EN ég bið ða heilsa í bili og skora á fleiri systur að hafa hreyfingu á bloggsíðunni

kv. Hrönn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott blogg =)

skal henda inn bloggi þegar einkunnir koma inn!

- Viktoría

Viktoría (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bakkasystur
Bakkasystur
Systurnar sex og fylgilið....
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband