Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
28.8.2007 | 18:24
Nóg að gera með klifurapa á heimilinu
Er á þönum þessa dagana á eftir yngsta fjölskyldumeðliminum og aðaltætaranum. Hún virðist ætla að erfa eitthvað frá henni móður sinni (allavegna klifureðlið).
Veit ekki hvernig amman og afinn á Bakka lifa af veturinn og þó þau ættu að vera í æfingu (búin að eignast þrjár ljóshærðar). Sendi inn nokkrar myndir af prinsessunni á venjulegum degi ásamt hinum börnunum (í möppunni ýmislegt).
Kveðja Dröfn
p.s. innilega til hamingju með nýju íbúðina Hrönn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
27.8.2007 | 19:15
Búin að kaupa íbúð
Sæl öll
Við gerðum tilboð í íbúðina í írabakka í dag (4-5 herb. 123 fm) og því var tekið. Þannig að Jörfabakkin fer í sölu á morgun/hinn. VOnandi selst hann nú fljótlega. Íbúðin er enn inni á www. mbl.is ef þið viljið skoða var í sölu hjá REmax.
kveðja Hrönn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.8.2007 | 21:13
Til hamingju
Þessi drengur heitir Geiri og hefur hann afrekað fyrsta árið sitt í Bakkafjölskyldunni.
Til hamingju!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.8.2007 | 21:03
Leikskólastelpan
Þetta var sannkölluð skólavika á þessu heimili. Ég byrjaði í Kennó - enn og aftur - , Guðni Kristinn byrjaði í öðrum bekk og Hrafnhildur Katrín byrjaði í leikskóla.
Þessi mynd er tekin fyrsta leikskóladaginn. Hún aðlagast vel og er fljót að læra á nýja rútínu. Veturinn leggst vel í okkur og byrjar haustið með krafti og nægum verkefnum.
Þetta eru Guðni Kristinn og Viktoría í Fjölskyldu og húsdýragarðinum. Guðni Kristinn ætlar ekki að vinna þar þegar hann verður stærri. Ástæðan er sú að í sumarlok er hættan sú aðvinnufélagar hendi honum í tjörnina. Hann var mjög fegin að Viktoría slapp við það.
En ég bið að heilsa í bili. Ég var að finna myndavélasnúruna og ætti því að geta sett inn eina og eina mynd við tækifæri.
Kveðja Bára
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.8.2007 | 18:45
Tannlaus stelpa
Þá er fyrsti skóladagurinn liðinn. Það var mjög glöð og ánægð stelpa sem vaknaði í morgun og bjó sig undir skólann (rak oft á eftir mömmu sinni með nestið). Helst hefði hún viljað leggja af stað rúmlega átta en mamman náði nú að teygja það til 9:20. Hún fór í dans og lærði nokkur spor og svo í íþróttahúsið en þar var það bara skoðað, og svo var hún tvær kennslustundir í stofunni sinni að klippa, líma og lita. Adda Sólbjört er með henni í bekk en situr ekki við sama borð. Hún situr með Hauki sem var á hinni deildinni á Fálkaborg og svo vissi hún ekki hvað hinir krakkarnir hétu. Mánudagurinn verður líka stuttur og svo byrjar hún fullan dag á þriðjudaginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.8.2007 | 04:21
Ég átti nú hugmyndina
Sælar systur og aðrir.
Ég vil nú bara minna ykkur á að ég bloggslóðinn átti þessa hugmynd. Þess vegna ákvað ég að leyfa öllum systrum mínum að blogga á undan mér..... Nei nei ég gerði nú tilraun um daginn og ætlaði að setja inn mynd og allt en myndirnar hlóðust ekki inn, þannig að ég ákvað að gera aðra tilraun síðar og hér er hún. Það er nú alveg spurning hvernig hún verður þar sem ég sit hér á miðri næturvakt og á 5 klukkustundir í sólarhringsvöku. En af mér er svo sem lítið að frétta - búið að vera mjög gaman undanfarið í systraferðum. Á morgun förum við svo í viðtal í breiðholtskóla og hittum kennarann. Það er að verða svolítill spenningur. Ást er ekki búin að fá pláss í skólavistinni - það eru víst 90 börn á biðlista ( ekki 90 börn komin inn eins og ég hélt) en hún er víst mjög ofarlega og kemst að ef þau ráða einn í viðbót. En maður verður bara að redda því með aðstoð vina og vandamanna. . En ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili og reyni við tækifæri að setja inn myndir.
kveðja Hrönn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.8.2007 | 15:10
Skólinn að byrja...
Hæ hæ
Það er búið að vera alveg "brjálað" að gera hjá mér í dag. Ég er búin að vera að passa tvö yngstu systkinabörnin mín og þau sváfu bara allan tímann .
Annars er bara skólaundirbúningur í fullum gangi. Ég fékk góða stundartöflu, tek 20 einingar þessa önn.
Ég hef annars voða litið að skrifa um, vildi bara vera á undan Hrönn að blogga .
Kv. Gróa Rán
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.8.2007 | 19:24
Sumarið að klárast
jæja ætli maður skelli ekki inn fyrsta blogginu á þessari síðu
Ég er nýkomin heim úr vinnunni...var illa tekin í vatnstríði en er núna komin í þurr föt, er samt smá kalt. Svo á morgun er fyrsti dagurinn minn á Borgarspítalanum og síðan byrja ég bara í skólanum á miðvikudaginn. Fékk góða stundatöflu og hlakka bara verulega til að byrja aftur.
Hef svo sem ekkert meira að segja í bili
Viktoría
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.8.2007 | 14:14
Frábær íþrótta- og menningardagur í gær !
Alveg frábærlega skemmtilegur dagur í gær.
Hittumst þrjár elstu með börnin og brunuðum í vesturbæinn til að taka þátt í Latarbæjarmaraþoni, horfðum á fullt af skemmtiatriðum og sóluðum okkur fyrir framan Háskólann í frábæru sumarveðri. Að loknu hlaupi og skemmtiatriðum var maginn farin að segja til sín og stefnan tekinn á Skriðustekkinn þar sem pallurinn var hertekinn og skellt á grillið. Því næst flyktumst við niður á Miklatún ásamt Skildi Orra og Gunnu Viktoríu til að hlýða á tónleikana og ekki fannst yngra fólkinu verra að það voru leiktæki á staðnum.
Skellti inn myndum, endilega skoðið til að sjá stemminguna.
Takk fyrir meiriháttar dag.
Kveðja Dröfn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.8.2007 | 21:10
Stenst aldrei áskorun
Maður getur nú ekki verið minni maður svo ég ákvað að skella inn bloggi.
Við Viktor vorum að horfa á afmælistónleika Kaupthings í sjónvarpinu og ég get nú ekki sagt annað en að hann Helgi Björns hafi verið aðeins unglegri og meiri töffari í Njálsbúð forðum (ja allavegna unglegri), Viktori fannst hann vera gamall kall. Honum fannst Páll Óskar aftur á móti flottur í hvítu jakkafötunum og var alveg viss um að það væru margar stelpur skotnar í honum (hehehe).
Setti inn nokkrar myndir frá útilegunni okkar um síðustu helgi
Kveðja Dröfn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)