Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
29.9.2007 | 12:06
Bílpróf bráðum..!
hæhæ =)
Ég var í ökutíma áðan og gekk það bara þokkalega. Held að ég sé loksins búin að ná tengipunktinum, en ég ætla samt að dobbla pabba með mér í bíltúr til að æfa hann aðeins betur. Ökukennarinn minn sagði að ekki vantaði mikið uppá og það gæti vel verið að ég geti tekið bílprófið bráðum =) ég fór í gær og sótti um ökuskírteinið sem þýðir að ég fer væntalega í bóklega í næstu viku.
En já fyrir þá sem ekki vita þá eigum ég og Gróa afmæli eftir viku =) og ég hef verið að hugsa um hvað mig langar í afmælisgjöf og hérna kemur smá listi:
- Skartgripi (sérstaklega gull eyrnalokka og kannski hálsmen í stíl)
- Vettlinga og húfu fyrir veturinn
- ilmvatn
- svona dót til að hengja á spegil í bílnum (það gæti t.d. eitthver perlað það fyrir mig, eins og halla fékk í sinn bíl)
- fartölvutösku
ég man ekki meira í augnablikinu, kannski á samt listinn eftir að lengjast =)
Viktoría
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.9.2007 | 10:24
Smá mont...
Litla systirin sem heldur að hún kunni ekkert í stærðfræði fékk 9 á fyrsta prófinu og var með þeim hæstu í bekknum *mont* .
En ég var að uppgötva í gær að laugardaginn 6. október verður það í fyrsta skipti sem að ég og Viktoría verðum ekki á sama stað á afmælinu okkar...og í fyrsta sinn sem að aðeins önnur verður heima! VB er að fara í bústað...og ég ætla að vera heima á Bakka en fer síðan út að borða um kvöldið . Ætlar ekki einhver að baka köku??
Kv. Gróa Rán
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.9.2007 | 18:00
Halló
;) Áðan var ég á fótboltaæfingu. Og ég var rosalega góður í marki. Ég varði allt í fyrsta leik, en ekki í öðrum leik. Ég er búinn að lesa mjög mikið og búinn að vera rosalega stilltur í dag. Ég gerði tilraun í skólanum sem er flauta. Ég notaði rörin, skæri, pappír og límband. Og það varð flauta.
Kær kveðja Guðni Kristinn Bergsson. .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.9.2007 | 14:06
Loksins kemur blogg..
Sæl öll!
Ég hef ekki verið dugleg að blogga..örugglega lélegust af okkur systurnum. En hér koma smá fréttir af mér:
Ég er bara á fullu í skóla og mér gengur bara ágætlega. Núna styttist í miðannarmat svo ég er mikið í prófum þessa daganna. Geiri er að vinna hjá Orkuveitunni og honum líður bara vel þar. Hann og Gunni, yfirmaður hans, eru bara tveir í Brunahanadeildinni og þess vegna er alveg nóg að gera. Ég græði líka svolítið þar sem að Geiri býður mér oft í morgunmat í Orkuveituhúsinu á morgnanna og þá fæ ég hafragraut og rúnstykki .
Annars erum við svo að fara á Sauðárkrók næstu helgi. Hafrún, vinkona mín, bauð okkur að koma á Laufskálaréttarball sem er víst aðalballið á þessu svæði. Það verður örugglega rosa gaman.
En ég ætla ekki að hafa þetta lengra, ég skal reyna að vera duglegri að blogga í framtíðinni.
Kv. Gróa Rán
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.9.2007 | 09:59
Færsla frá Jörfabakkanum (kanski sú síðasta !!!!)
Sælar systur og aðrir lesendur.
Best að koma með bloggfærslu septembersmánaðar.
Lífið er allt að komast í vetrarrútínu hér í breiðholtinu.
Ásthildur mjög ánægð með skólann sinn og les og les á hverjum degi (síðustu helgi las hún rúmlega 50 blaðsíður og allt 2 sinnum - reyndar mismikill texti á hverri síðu). Hún skrifaði svo fyrstu söguna sína í sögubókina og aðalsöguhetjan var nú hann Snjóber enda er hann einn fjölskyldu meðlimurinn hér í Jörfabakkanum. Fyrir þau sem vita ekki hver hann er kemur hér ein mynd af honum en hann var nýkominn úr baði.
Sundið er líka byrjað af fullum krafti. Ásthildur æfir 2 í viku í bleikjuhóp (í fyrra var hún gullfiskur) og finnst henni mjög gaman. Á meðan sundið er á miðvikudögum fer bíllinn minn alltaf á stefnumót með bílnum hennar Höllu á sameiginlegu plani sundlaugarinnar og FB. Ásthildi finnst það mjög mikilvægt að okkar bíl sé lagt við hliðina eða fyrir aftan Höllubíl. Það væri nú skemmtilegra að hitta Höllu sjálfa en þetta er líka gaman. Ásthildur bíður spennt þegar við keyrum inn á planið hvar bíllinn hennar Höllu sé. Ég syndi svo alltaf á meðan hún er á námskeiðinu og hlusta svo á slúðrið í pottunum. Alveg ótrúlegt hvað er talað þar og heyrir maður oft sögur af sjúklingum sínum. Ég er svo búin að vera að vinna á fullu, deildin er búin að vera mjög fín undafarið, er full einn dag og tæmist svo inn á milli sem er gott því að þá er ekki stöðugt álag. Ég er svo líka að reyna að selja Jörfabakkann - það eru búnir að koma að skoða á milli 20-22 manns og eitt tilboð komið sem var allt of lágt og gagntilboði ekki tekið. Ég ætla að gefa fasteignasölunni séns fram yfir helgi og skipta þá um enda er ég ekki alveg að treysta þeim. Ég bíð svo eftir að fá að undirrita kaupsamninginn á Írabakka en það var vesen þegar undirritun átti að fara fram fyrr í vikunni, en seljendur vissu ekki að þau ættu að taka kostnað við framkvæmdir á sig og eru eitthvað að kanna það. Þetta átti nú fasteignasalinn að vera búin að fara yfir með þeim. En ég fæ íbúðina afhenta 10 okt. og er þá stefnan að taka upp málningarpenslanna og mála hólf og gólf. Flutningur er áætlaður laugardaginn 20 okt og sjálfboðaliðar vinsamlegast gefið ykkur fram fyrir þann tíma. Hugsa að ég afhendi svo Jörfann á mánudeginum eftir (ef hann verður seldur). Þetta fer sem sagt allt að styttast.
Gunnar er byrjaður í sálfræðinni og líkar bara ágætlega - hann var reyndar eitthvað að spá í að skipta yfir í félagsráðgjöf en þar sem liðið er á önnina og engar bækur til ætlar hann að halda áfram í sálfræðinni þessa önnina og sjá svo til.
Börnin hans Adrían Ari og Rakel Ösp koma svo til okkar aðra hvora helgi og er þá mikið fjör í þessari íbúð sem virðist minnka um helming. Það verður rosalegur munur þegar það verða orðin stærri og fleiri herbergi.
En jæja ætli ég hafi þetta nokkuð lengra (er þetta ekki orðið lengra en Höllu - allavega fleiri myndir - ég er svo ánægð hvað ég er að verða dugleg að hlaða inn myndum og ÞOLINMÓÐ að bíða eftir þeim)
Bið að heilsa öllum
HRönn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.9.2007 | 22:38
Fréttir af skötuhjúum.
Frá okkur skötuhjúum er allt gott að frétta. Ég er búin að vera lasin en ætla að fara í skólann á morgun. Daníel var að finna skóla sem honum langar að fara þar sem hann getur lært bæði í sambandi við kvikmyndum og klippingu og í sambandi við tónlist og upptökur, hvernig á að setja upp tónleika og hljóðkerfi og svoleiðis. http://sae.edu/ . Skólinn er á 50 stöðum útum allan heim. Hann er ekkert búinn að ákveða hvort hann ætlar í hann en þetta er mjög sterkur kandidat. Ég sjálf er búin að ákveða að sækja um í LHÍ og vera þar í kannksi ár og fara svo út til útlanda. Kennarinn minn sagði að það væri betra að fara fyrst hér heima og kynnast fólki svo maður hefði einhver tengsl þegar maður kæmi svo aftur heim eftir mörg ár í útlöndum. Hún sagði að ég þyrfti ekki plan B því ég myndi fljúga inn. (verð aðeins að monta mig) Daníel spilaði á Busaballi FB og það gekk vel, það seldist upp á ballið. Ég held að það hafi ekki gerst síðan byrjaði í skólanum og örrugglega lengur. Ég held að það hafi allir bara orðið að fara að sjá sæta kærastann minn spila. Það gengur bara vel í vinnunni en það er ekki mikið að gera hjá mér og ekki mikið sem ég á að vera að gera svo ég er svolítið eyrðarlaus. Ég er búin að biðja um að fá lista yfir verkefni sem ég get farið í, ég er ekki alveg nógu góð í að hanga og gera ekki neitt þó flestir myndu vera hæstánægðir með það. Í nóvember selur mamma hans Daníels íbúðina og við flytjum bæði uppá Bakka og verðum líka eitthvað í Vesturberginu. Daníel var að kaupa sér videocameru og er búin að taka upp brúðkaup yfirmannsins síns. Mér gengur fínt í skólanum. Líst vel á kennarana mína og spænskukennarinn minn kom með mjög góða lýsingu yfir það afhverju maður á að vera duglegur að læra heima : Þegar maður ákveður að læra spænsku er maður spenntur fyrir því að byrja að læra nýtt tungumál eins og þegar maður er spenntur yfir því að fara til útlanda. Svo situr maður á flugvellinum og bíður eftir vélinni, svo lærir maður ekki heima í fyrsta skiptið og það er kallað í mann að fara í vélina en maður gerir ekki neitt, svo er stiganum keyrt frá og maður gerir ekki neitt, svo eru sætisbeltin spennt og flugvélin fer í loft og fyrren varir er vélin komin til útlanda og maður situr enn á flugvellinum því maður missir af henni því maður lærir ekki heima.
Með þessum fróðleiksmola kveð ég og skora á Gróu Rán að segja okkur hvað er að frétta af henni.
kv. Halla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.9.2007 | 10:19
Draumur
Mig dreymdi í nótt að við höfðum farið saman allar systurnar til Spánar ásamt börnum og mökum. Þegar við komum heim þá tilkynna mamma og pabbi okkur að þau höfðu skilið þegar við vorum úti. Ég byrja strax að gráta, en þið hinar eruð voða rólegar yfir þessu. Svo segir pabbi að hann hafi fundið sér aðra konu, sem var á aldri við Dröfn, og hann ætli sér að giftast henni og eignast börn. Ég held áfram að gráta, en þið hinar eruð ennþá rólegar. Síðan segir mamma okkur að fara skipta um föt af því að kærasta hans pabba er að koma í mat og vinur hennar mömmu. Mamma hafði nefnilega byrjað að deita eftir að hún og pabbi skildu. Ég hljóp upp hágrátandi. Dröfn kom á eftir mér, sagði mér að drífa mig að skipta um föt og hætta þessu væli. Kærastan hans pabba væri komin og hún virkaði bara mjög indæl.
Er ég búin að horfa of mikið á Grey's Anatomy?
Viktoría
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)